Sirkusheimsókn í Mosfellsbæ

09/07/2013

Sirkusheimsókn í MosfellsbæÍ sumar kemur til landsins barna og unglinga sirkusinn Cirkus Flik Flak frá Danmörku. Sirkusinn mun heimsækja Mosfellsbæ 11.-14. júlí og mun vera með sýningu í Íþróttamiðstöðinni Lágafell þann 11. júlí kl.18:00.

Frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Allir hjartanlega velkomnir.

Þessi sirkus hefur komið hingað áður við góðar undirtektir. Var það árið 2003 og 2007 sýndi hann þá meðal annars fyrir börn og fjölskyldur í Hafnarfirði, Vestmannaeyjum, Reykjanesbæ og Mosfellsbæ. Sirkusinn kemur 30.júní og verður hér til 14.júlí og á þeim tíma verður hann með sýningar á stórhöfuðborgarsvæðinu og á norðurlandi. Hópurinn telur um 50 börn, unglinga og þjálfara.

Til baka