Afturelding stendur sig vel í frjálsum

28/01/2011

Tamar og SandraFrjálsíþróttafólk úr Aftureldingu stóð sig vel á hinu árlega Stórmóti ÍR í frjálsum íþróttum sem haldið var um síðustu helgi. Alls tóku 28 keppendur frá Aftureldingu þátt og settu margir persónuleg met og unnu til fjölda varðlauna.

Á þessu móti keppa frjálsíþróttamenn og konur allt frá 8 ára aldri upp í fullorðinsflokka. Frjálsíþróttadeild Aftureldingar mætti með 28 keppendur sem margir hverjir settu persónuleg met og sumir fóru á verðlaunapall en alls urðu félagar úr Aftureldingu 5 sinnum í fyrsta sæti, 6 sinnum í öðru sæti og 3 sinnum í þriðja sæti. Frábær árangur hjá Aftureldingarfólki!

Framundan eru meistaramót og verður gaman að fylgjast með okkar fólki þar og hvetjum við Mosfellinga til að kíkja við í frjálsíþróttahöllinni í Laugardalum og hvetja sitt fólk, tímasetningar má sjá á http://mot.fri.is/ eða á fri.is - mót - mótaforrit þar sem einnig er hægt að sjá úrslit Stórmótsins.

Á meðfylgjandi mynd má sjá Tamar og Söndru sem hömpuðu fyrsta og öðru sæti í langstökki í stúlknaflokki 14 ára.

Til baka