Sjóvá Kvenna­hlaup ÍSÍ 2021 fer fram laugardaginn 11. sept­em­ber

07/09/2021

Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ 2021 fer fram laugardaginn 11. september og í Mosfellsbæ byrjar hlaupið kl. 11:00 á Íþróttavellinum að Varmá. Hægt er að hlaupa 900 m, 3 km, 5 km eða 7 km.

Í meira en þrjá ára­tugi hef­ur Sjóvá Kvenna­hlaup ÍSÍ stuðl­að að lýð­heilsu kvenna og sam­stöðu. Kvennahlaup nútímans snýst um hreyfingu sem hentar hverjum og einum, samveru kynslóðanna, líkamsvirðingu, sanngirni, umhverfismeðvitund og valdeflingu. Einkunnarorð Sjóvá Kvennahlaups ÍSÍ 2021 eru „Hlaupum saman“.

Í ljósi Covid-19 verða gerðar ráðstafanir um fjölda þar sem það á við og allar reglur virtar skilyrðislaust. Þátttakendur eru hvattir til að gera sínar eigin ráðstafanir og virða þessar aðstæður.

Nánari upplýsingar er að finna á kvennahlaup.is.

 

Til baka