Úthlutun þriggja lóða við Desjamýri

12/02/2021

Umsóknarfresti vegna úthlutunar þriggja lóða við Desjamýri lauk á miðnætti 11. febrúar 2021. Alls bárust sex umsóknir.

Forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar, lögmaður Mosfellsbæjar og verkefnastjóri skjalamála og rafrænnar þjónustu munu opna umsóknir frá kl. 13:00 föstudaginn 19. febrúar nk. í fjarfundi.

Tengill á fundinn er hér:
https://us02web.zoom.us/j/82543268800?pwd=bUx1NnEzYWt2RjhPakdLY0ZTWldzQT09

Óski umsækjandi þess sérstaklega að vera viðstaddur fundinn í húsakynnum bæjarskrifstofunnar, vinsamlega hafið samband við Mosfellsbæ í gegnum netfangið mos@mos.is með efnislínunni v/Desjamýrar.

Nafnlaust yfirlit yfir allar umsóknir og upphæðir tilboða verða sendar umsækjendum eftir opnun tilboða.

Niðurstöður verða kynntar miðvikudaginn 3. mars 2021, kl. 16:00 í fjarfundi.

Tengill á þann fund er hér:
https://us02web.zoom.us/j/86103219802?pwd=amc4cHRKdjlWMjUzWW5CMGxTSmdGdz09

 

Til baka