Frábær aðsókn á fyrsta viðburð Menningarvors 2013

09/04/2013

Menningarvor TékknesktÞriðjudaginn 9. apríl sl. hófst Menningarvor Mosfellsbæjar 2013 í Bókasafninu.  Þetta er í fjórða skipti sem Menningarvorið er haldið.  Mikill fjöldi gesta sótti viðburðinn, eða um 250 manns. Dagskráin var tileinkuð tékkneskri tónlist og bókmenntum. Arnhildur Valgarðsdóttir og Hjörleifur Valsson léku tékkneska tónlist á flygil og fiðlu og gerðu það meistaralega !  Var þeim ákaft fagnað. Hjörleifur sagði sögur frá námsárum sínum í Prag og Erlingur Gíslason leikari las snilldarlega úr bókinni um Góða dátann Svejk, við mikinn fögnuð áheyrenda.

Í hléi var kynning á tékkneskum veigum í boði innflytjandans, Rolf Johansen, og gerðu gestir þeim góð skil.

Þetta er fyrsti viðburður Menningarvors 2013. Næstkomandi þriðjudag, 16. apríl, verður dagskráin með frönsku ívafi. Þriðjudaginn 23. apríl, sem er fæðingardagur Halldórs Laxness, verður síðasti viðburður Menningarvorsins og er þemað íslenskt, m.a. verða sungin lög við texta skáldsins.

tékknest

Til baka