Framkvæmdum við Hlíðartúnshverfið lokið

27/10/2016
Nú er nýlokið endurbótum og nýframkvæmdum stíga í Hlíðartúnshverfi frá stofnstíg meðfram Vesturlandsvegi og í átt að Grænumýri og Hamratúni auk þess sem búið er að taka í notkun nýja strætóbiðstöð við Hlíðartúnshverfið. Með þessu ásamt nýjum undirgöngum er búið að stórbæta samgöngur fyrir íbúa og skólabörn í hverfinu með tryggari leið að undirgöngum undir Vesturlandsveginn auk þess að komið var fyrir langþráðri tengingu við strætisvagnaleiðir bæjarfélagsins, en leið 6 stoppar nú við Hlíðartúnshverfið.

Samhliða ofangreindum framkvæmdum voru neysluvatnslagnir á vegum vatnsveitu Mosfellsbæjar endurnýjaðar með því markmiði að auka vatnsþrýsting til íbúa og að bæta þjónustustig.

Mosfellsbær þakkar biðlund og þolinmæði sem íbúar hafa sýnt á meðan framkvæmdum stóð.
Til baka

Myndir með frétt