Framkvæmdir í Íþróttamiðstöðinni Lágafelli

16/04/2020

Í ljósi þess að íþróttamiðstöðin Lágafell er lokuð vegna samkomubanns hefur tækifærið verið notað til að sinna viðhaldi á miðstöðinni. Unnið er að því að slípa og lakka gólfið í íþróttasalnum og endurmerkja íþróttavellina, mála hin ýmsu rými, yfirfara vegghengd salerni, endurnýja loft í sturtuklefum og gólf í baðaðstöðu starfsmanna. Hleypt verður úr sundlaugarkerfinu og flísalögn sundlaugarinnar yfirfarin auk þess sem loftræstikerfin og búnaður í sundlaugarkjallara verða yfirfarin.

 

Til baka