Ný auglýsing um takmörkun á samkomum vegna Covid-19 tekur gildi 28. ágúst

27/08/2020

Á miðnætti í kvöld eða þann 28. ágúst 2020 tekur gildi ný auglýsing á takmörkunum á samkomum vegna Covid-19.

Fjöldatakmarkanir verða áfram miðaðar við hámark 100 einstaklinga í sama rými. Börn fædd árið 2005 og síðar teljast ekki með.

Þær breytingar sem helst má nefna eru gerðar á 2 metra reglunni sem felst í því að rekstraraðliðar skuli tryggja að hægt sé að tryggja 2 metra milli einstaklinga sem ekki eru í nánum tengslum. Þá eru íþróttir almennt leyfðar og munu líkamsræktarstöðvar fylgja sömu reglum og sund- og baðstaðir þ.e. að gestir mega aldrei vera fleiri en sem nemur helmingi eða minna af hámarksfjölda gesta.

Frétt á vef Stjórnarráðs Íslands:

Landlæknir hefur birt útskýringu sóttvarnarlæknis á nálægðartakmörkunum vegna Covid-19 (pdf).

Til baka