Jafnréttisdagur Mosfellsbæjar 16. september

15/09/2021

Jafnréttisdagur Mosfellsbæjar verður haldinn hátíðlegur á morgun, fimmtudaginn 16. september, með beinu streymi á facebook síðu bæjarins kl. 12:50. Þemað í ár er tileinkað trans börnum auk þess sem jafnréttisviðurkenning Mosfellsbæjar verður veitt.

Við hvetjum ykkur eindregið til að fylgjast með streyminu á facebook síðu Mosfellsbæjar en einnig verður hægt að horfa á upptöku eftir viðburðinn.

Til baka