Bráðger börn

02/12/2014
Föstudaginn 28. nóvember fór fram vinnustofa um bráðgera nemendur í grunnskólunum. Meðal þess sem fjallað var um var hvernig skilgreinum við bráðgera nemendur, hverjar eru þarfir þeirra og hvað þarf að gera til að mæta þörfum bráðgerra nemenda í skólastarfinu varðandi nám og vellíðan. Niðurstöður vinnustofunnar verða notaðar til frekari stefnumótunar og sem grunnur að fræðslu til kennara og skóla. Um 60 manns mættu og tóku þátt í vinnunni og margar hugmyndir og tillögur komu fram sem verða skoðaðar frekar og kynntar síðar í sveitarfélögunum innan SSH.

VinnustofaVinnustofan var skipulögð af starfshópi sem skipaður er fulltrúum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Samstarfshópurinn hefur það verkefni að vinna að fræðslu fyrir grunnskólakennara á höfuðborgarsvæðinu og var þetta fyrsti þáttur í nýju verkefni þess hóps. Í farvatninu er frekari stefnumótun um kennslu bráðgerra nemenda og fræðsla fyrir grunnskólakennara á næsta ári. Starfshópurinn er með heimasíðu þar sem hann kynnir viðfangsefni sín og miðlar fræðslu um þau verkefni sem hann hefur staðið að og fræðsluefni sem tengjast þeim. Á þá síðu má komast hér.

Niðurstöður vinnustofunnar og framhald vinnunnar mun koma á vef verkefnisins.
Til baka