Hjólaþrautir og BMX sýning á miðbæjartorgi

18/09/2018

Þriðjudaginn, 18. september er BMX-dagur á miðbæjartorgi Mosfellsbæjar kl. 17:00-19:00. BMX kappar sýna listir sínar á nýju pump track brautinni sem hentar jafnt reiðhjólum, hlaupahjólum, BMX-hjólum, hjólabrettum og línuskautum.

Hjólaþrautir og BMX sýning á miðbæjartorginu við Þverholt í tilefni af samgönguviku 16.-22.  september.

Samgönguvika er evrópskt átak um bættar samgöngur í borgum og bæjum. Markmið vikunnar er að hvetja fólk til umhugsunar um eigin ferðavenjur og virkja það til að nota almenningssamgöngur, hjóla eða ganga.

Til baka