Friðarhlaup 2013

09/07/2013

Friðarhlaup 2013. Mynd opnast í nýjum gluggaFriðarhlaupið fer um Mosfellsbæ fimmtudaginn 11.júlí.  Þegar hlaupararnir koma til Mosfellsbæjar mun fara fram stutt friðarstund þar sem krakkar úr Aftureldingu og vinnuskóla Mosfellsbæjar ætla að gróðursetja friðartré með hlaupurum friðarhlaupsins. Gróðursetningin og friðarstundin fer fram á Hlégarðstúni klukkan 15.15. Hlauparar úr skokkhópi Höllu Karenar úr Mosfellsbæ ætla að taka þátt og hlaupa áfram sem leið liggur til Reykjavíkur klukkan 16.15. Við hvetjum þá hlaupara sem vilja taka þátt til þess að mæta og slást í hópinn. Friðarhlaupið er alþjóðlegt kyndilboðhlaup. Tilgangur hlaupsins er að efla frið, vináttu og skilning manna og menningarheima á milli. Sem tákn um þessa viðleitni bera hlaupararnir logandi kyndil, sem berst manna á milli í þúsundum byggðarlaga í yfir hundrað löndum. Friðarhlaupið safnar ekki fé og leitar ekki eftir stuðningi við pólitískan málstað.  Markmið hlaupsins er einfaldlega að auka meðvitund um að friður, vinátta og skilningur hefst í hjarta hvers og eins.Ísland hefur tekið þátt í Friðarhlaupinu frá upphafi þess árið 1987 og í ár verður hlaupið í 20. sinn.  Á þessum tímamótum er ætlunin að hafa hlaupið veglegra en nokkru sinni fyrr og heimsækja öll 74 sveitarfélög á Íslandi.Verkefnið “leggjum rækt við frið” fer fram samhliða Friðarhlaupinu, en það gengur út á að sveitarfélög gróðursetji tré sem er tileinkað friði.  Friðartrén minna okkur á að rétt eins og við þurfum að hlúa að og leggja rækt við trjáplöntuna svo hún megi vaxa og dafna, þurfum við að hlúa að og leggja rækt við friðinn í sjálfum okkur og samfélaginu, svo hann megi vaxa og dafna. 

Til baka