Uppskeruhátíð Sumarlestrar

27/09/2018

Uppskeruhátíð Sumarlestrar var haldin á Bókasafnsdeginum þann 7. september sl. Skráningin í ár var frábær en um 350 börn voru skráð.

Mikil ánægja var hjá foreldrum að fá kærkomið tækifæri til að hvetja börnin til lestrar og viðhalda þeirri lestrarhæfni sem þau náðu um veturinn. Boðið var upp á hitting einu sinni í mánuði yfir sumarið þar sem þau komu sem gátu, þá var dregið í happdrætti og þrautir leystar.

Á uppskeruhátíðinni las Ingibjörg Valsdóttir upp úr nýútkominni bók sinni Pétur og Halla við hliðina: Útilegan. Börnin voru afar spennt yfir bókinni. Sex börn duttu í lukkupottinn og fengu happdrættisvinning.

Öll börnin fengu viðurkenningarskjal fyrir þátttökuna og voru leyst út með drykk og súkkulaði í lokin. Vel heppnuð uppskeruhátíð í Bókasafninu.

Til baka