Leirvogstunga - Kynningarfundur um tillögu að breytingum á deiliskipulagi

22/10/2015

Kynningarfundur verður haldinn í fundarsalnum Helgafelli á 2. hæð í Kjarna, Þverholti 2, mánudaginn 26. október n.k. kl. 18 um tillögu að breytingum á deiliskipulagi í Leirvogstungu.

Tillagan er um nýja götu austan við Kvíslartungu þar sem verði 2-ja hæða fjórbýlis- og parhús og tvö einnar hæðar einbýlishús austan götunnar, en einnar hæðar rað- og parhús vestan hennar, næst lóðum við Kvíslartungu.

Tillagan var auglýst 18. september s.l. og rennur frestur til að gera athugasemdir út 30 október n.k. Tillagan er aðgengileg á mosfellsbaer.is/skipulagsauglysingar. Á fundinum verður gerð grein fyrir tillögunni og fyrirspurnum svarað. Íbúar og lóðarhafar í næsta nágrenni eru sérstaklega hvattir til að koma á fundinn.

Skipulagsfulltrúi Mosfellsbæjar
Til baka