UPPFÆRT: Kjarasamningur undirritaður - Verkfalli aflýst - Verkföll og áhrif þess á starfsemi Mosfellsbæjar 9. og 10. mars

08/03/2020

Kjarasamningur undirritaður - Verkfalli aflýst

Sjá frétt á stamos.is.

 


Boðað hefur verið til verkfalla aðildarfélaga BSRB næstu vikurnar. Í upphafi verður um að ræða tímabundin verkföll ákveðna daga og síðar ótímabundin verkföll frá og með 15. apríl.

Starfsmannafélag Mosfellsbæjar er eitt aðildarfélaga BSRB og því munu margir starfsmenn bæjarins fara í verkfall.

Hér að neðan eru helstu upplýsingar um áhrif verkfalla á þjónustu Mosfellsbæjar.

Bæjarskrifstofur:

 • Vegna verkfalls verður ekki símsvörun á bæjarskrifstofum Mosfellsbæjar þá daga sem verkföll standa.
 • Mánudaginn 9. mars og þriðjudaginn 10. mars verður opnunartími bæjarskrifstofa frá 9:00-12:00 og 13:00-15:00.
 • Erindi sem þola ekki bið má senda á netfangið mos[hja]mos.is.
 • Í neyðartilvikum er unnt að hringja í síma 566-8450.

Þjónustustöð: 

 • Starfsemi þjónustustöðvar mun skerðast þannig að gera má ráð fyrir því að ruslafötur í bæjarlandinu verði ekki tæmdar og að snjómokstur stíga verði takmarkaður.

Leikskólar:

 • Áformuð tímabundin verkföll ákveðna daga frá 9. mars til og með 1. apríl.
 • Þjónusta leikskóla mun skerðast.
 • Leikskólagjöld falla niður þann tíma sem barni er ekki boðin vistun á verkfallsdögum.

Skólastjórar hafa sent til foreldra skipulag leikskólastarfs á verkfallsdögum. 

Nánari upplýsingar má finna á heimasíðum skólanna.

Grunnskólar: 

 • Áformuð tímabundin verkföll frá 9. mars til og með 1. apríl.
 • Áformað ótímabundið verkfall frá 15. apríl.
 • Þjónusta grunnskóla mun skerðast.
 • Mötuneyti loka og  falla gjöld niður þann tíma sem verkfall varir.

Skólastjórar hafa sent til foreldra skipulag skólastarfs á verkfallsdögum.

Nánari upplýsingar má finna á heimasíðum skólanna.

Frístund:

 • Ótímabundið verkfall frá 9. mars 2020.
 • Öll starfsemi frístundar í Lágafellsskóla og Helgafellsskóla fellur niður frá og með  mánudeginum 9. mars og þar til boðað verkfall leysist. 
 • Starfsemi frístundar í Varmárskóla og Krikaskóla er verulega skert.

Skólastjórar hafa sent til foreldra skipulag frístundastarfs á skóladögum.

Nánari upplýsingar má finna á heimasíðum skólanna.

Félagsmiðstöðvar: 

 • Áformuð tímabundin verkföll frá 9. mars til og með 1. apríl.
 • Félagsmiðstöðin lokuð á öllum starfsstöðvum þ.e. í Varmárskóla, Lágafellsskóla og Helgafellsskóla. 

 

 

Til baka