Opið hús Skólaskrifstofu - Reiða barnið og skapvondi unglingurinn

27/10/2013

Reiða barnið og skapvondi unglingurinn 300p_1.23MBMiðvikudaginn 30. október klukkan 20 verður fyrsta opna hús vetrarins hjá Skólaskrifstofu Mosfellsbæjar.

Í vetur verður lögð áhersla á hagnýt ráð til foreldra og annarra varðandi uppeldi og samskipti við börn og unglinga.

Á þessu fyrsta kvöldi mun Jóhanna Dagbjartsdóttir, sálfræðingur við Skólaskrifstofu Mosfellsbæjar, fjalla um reiði og skapvonsku.

Jóhanna mun velta upp spurningum eins og: Hvað er reiði? Hvers vegna verða börn reið og hvað er eðlilegt í því samhengi?  Fjallað verður um geðshræringuna, reiði og ýmsar birtingarmyndir hennar. Hagnýt ráð verða rædd og farið yfir mögulegar aðferðir við reiðistjórnun.

Til baka