Þátttaka í unglingaverkefni norrænna vinabæja Mosfellsbæjar

10/04/2013

group-of-teens-happy-on-beachAuglýst er til umsóknar fyrir  ungmenni í 9. bekk í grunnskólum Mosfellsbæjar að taka þátt í unglingaverkefni norrænna vinabæja Mosfellsbæjar. Vinabæirnir eru Thisted, Uddevalla, Mosfellsbær, Loimaa og Skien.

Staðsetning unglingaverkefnisins í ár er í Thisted, vinabæ okkar í Danmörku dagana 15. til 19. júní 2013

Markmiðið með verkefninu er að efla norræna samkennd og samvinnu og efla samskipti meðal ungmenna í vinarbæjunum.  Þess vegna finnst okkur mikilvægt að umsækjandinn sé sjálfstæður, með góða færni í mannlegum samskiptum og geti tjáð sig á einhverju norðurlandamálanna og/eða ensku.  Með umsókninni þarf að fylgja umsögn kennara eða annars leiðbeinenda.

Áhugasamir geta kynnt sér meðfylgjandi reglur og  hægt var að fyllt út umsókn og senda fyrir 17. apríl 2013, umsóknafrestur er því útrunninn. 

Allar nánari upplýsingar veita  Edda Davíðsdóttir  525 6700 eða Helga Jónsdóttir 566 822

Til baka