Útboð vegna færanlegra kennslustofa

20/04/2013

ÚtboðMosfellsbær óskar eftir tilboðum í 5 lausar kennslustofur. Um er að ræða þrjár stofur, samtengdar með millibyggingum, og tvær stakstæðar stofur. Alls eru stofurnar um 490 m2. Heimilt er að bjóða tilbúnar stofur og / eða nýsmíði.
Stofurnar skulu vera fullbúnar eigi síðar en 8. ágúst 2013.

Útboðsgögn verða afhent á endurgjalds á bæjarskrifstofum Mosfellsbæjar frá og með þriðjudeginum 23. apríl 2013. Öllum tilboðum skal skila í umslagi og verða opnuð á staðnum þann 7. maí kl 11.00 að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.
Fyrirspurnir má senda til Jóhönnu B. Hansen, framkvæmdastjóra Umhverfissviðs Mosfellsbæjar á netfang jbh@mos.is.

Mosfellsbær

Til baka