Helgafellshverfi - miðsvæði, tillaga að breytingum á deiliskipulagi

12/03/2014
Mosfellsbær auglýsir hér með samkvæmt 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillögu að breytingum á deiliskipulagi miðsvæðis Helgafellshverfis sem samþykkt var 13.12.2006 og síðast breytt 12.3.2008. Tillagan tekur til lóða nr. 13-23 við Gerplu­stræti. 

Helstu breytingar samkvæmt tillögunni eru þessar:

  • Byggingarreitir húsa eru færðir fjær götu og bil milli þeirra aukið.
  • Staðsetningu innkeyrslna í bílakjallara er breytt og byggingarreitir kjallara sýndir.
  • Áformuð bílastæði milli húsa á sömu lóð eru felld niður en í staðinn koma stæði við lóðarmörk og bílastæðum í kjöllurum er fjölgað lítillega.
  • Bílastæði innan lóðar við hringtorg eru felld niður.
  • Lóðir stækka með því að þær lengjast meðfram Gerplustræti um samtals 4 m.

Tillagan verður til sýnis í þjónustuveri Mosfellsbæjar Þver­holti 2, frá 13. mars 2014 til og með 24. apríl 2014, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér hana og gert við hana athugasemdir. Tillöguna má einnig skoða hér á heimasíðunni:

Tillöguuppdráttur (pdf, 0,5 MB)
Skýringaruppdráttur (pdf, 0,5 MB)

Athugasemdir skulu vera skriflegar og skal senda þær til skipulagsnefndar Mos­fells­bæjar, Þverholti 2, 270 Mosfellsbæ, eigi síðar en 24. apríl 2014.

7. mars 2014,
Skipulagsfulltrúi Mosfellsbæjar

Til baka