Frítt í sund fyrir framhaldsskólanema í Mosfellsbæ

21/03/2014

Framhaldsskólanemendum í Mosfellsbæ verður boðið að fara frítt í sund gegn framvísun skólaskírteinis á meðan verkfall framhaldskólakennara stendur yfir. 

Einnig er vert að benda á lesaðstöðu á Bókasafninu en þar er opið alla virka daga frá klukkan 12-18 nema á miðvikudögum þá opnar safnið klukkan 10.

Mosfellsbær vill með þessu leggja sitt af mörkum til að hvetja framhaldsskólanema til að nýta sér þá aðstöðu sem til boða er í bænum með þeirri von að það geti stutt við þá á meðan á verkfallinu stendur og aukið líkurnar á því að nemendurnir geti framfylgt námsmarkmiðum sínum. 

 

Til baka