Framkvæmdir við Skeiðholt

03/03/2014
Hafnar eru framkvæmdir við gatnamót Skeiðholts og Skólabrautar. Framkvæmdirnar eru hluti af tengingu Tunguvegar við Skólabraut og Skeiðholt og áætlað er að þær muni standa yfir næstu þrjá mánuði. Til stendur að tengja göturnar saman með hringtorgi og ennfremur verður umferðaröryggi fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur bætt til muna með undirgöngum undir Skeiðholt.

Á meðfylgjandi mynd er hægt að sjá hjáleið fyrir gangandi vegfarendur til og frá Varmárskóla og Íþróttamiðstöðinni við Varmá meðan á framkvæmdum stendur (merkt með rauðum lit). Hjáleið fyrir ökutæki kemur fram með gulum lit.

Mikilvægt er að allir kynni sér merktar leiðir og fari yfir þær með skólabörnum og sjái til þess að merktum leiðum sé fylgt.

Göngustígur neðan Dvergholts verður lokaður og umferð beint um Dvergholt. Gangbrautarvarsla verður við gangbrautina efst í brekkunni við Skeiðholt á morgnana þegar umferð gangandi skólabarna er sem mest.

Allir vegfarendur akandi, gangandi og hjólandi eru hvattir til að sýna sérstaka tillitsemi og aðgát á meðan á framkvæmdum stendur.

sjá kort af hjáleiðum
Til baka