Opið hús - Matvendni -hvað er til ráða?

25/11/2014

Miðvikudaginn 26. nóvember, kl. 20.00 er komið að öðru opna hús vetrarins hjá Skólaskrifstofu Mosfellsbæjar. Eins og áður hefur komið fram verður í vetur lögð áhersla á hagnýt ráð til foreldra og annarra varðandi uppeldi og samskipti við börn og unglinga.

Að þessu sinni mun Dr. Anna Sigríður Ólafsdóttir,dósent í næringarfræði og námsbrautarstjóri framhaldsnáms í íþrótta- og heilsufræði við Menntavísindasvið Háskóla opið húsÍslands, fjalla um Matvendni og hvað er til ráða? Rætt verður um um matarvenjur og áhrif þeirra á hegðun, heilsu og líðan. Rætt verður um heilsusamlegt fæðuval fyrir fjölskyldur með áherslu á þroskaferli og matarsmekkinn og matvendni á mismunandi aldursskeiðum. Farið verður yfir hvernig má reyna að uppfylla þarfir og væntingar allra fjölskyldumeðlima á uppbyggilegan og jákvæðan hátt.

Opnu húsin hjá Skólaskrifstofu eru alltaf haldin síðasta miðvikudag í mánuði yfir veturinn í Listasal Mosfellsbæjar, Þverholti 2, frá klukkan 20 - 21. Athugið að gengið er inn austan megin (Háholtsmegin).

Aðgangur er ókeypis og öllum opinn.

Næstu Opin hús:
28.01.2015  Kerru og keyrða kynslóðin  
25.02.2015  Kroppurinn er kraftaverk 
25.03.2015  Máttur tengslanna

Til baka