Fundur um skipulagsmál Krikahverfis

04/04/2014

Krikatorg tillaga Umhverfissvið boðar íbúa Krikahverfis til fundar um tillögur að breytingum á deiliskipulagi hverfisins þriðjudaginn 8. apríl kl. 17 í fundarsalnum Helgafelli á 2. hæð í Kjarna.
Tillögurnar varða m.a. skipulag og frágang á Krikatorgi, bílastæðamál og hraðahindranir í Litla- og Stórakrika. Um þessi atriði hafa íbúar haft uppi ýmsar athugasemdir, og hafa fyrirliggjandi tillögur að breytingum og úrbótum verið unnar í samráði við fulltrúa þeirra.
Hér á heimasíðunni er hægt að skoða tillöguuppdrátt, sem sýnir bæði gildandi deiliskipulag og tillögu að breyttu skipulagi ásamt greinargerð um breytingarnar sem um er að ræða:

Krikahverfi Breytingartillaga (pdf 2,8MB)

Til baka