Pantað og sótt í Bókasafn Mosfellsbæjar

19/10/2020

Bókasafn Mosfellsbæjar verður áfram lokað til 3. nóvember, en nú gefst kostur á að panta safngögn á leitir.is og sækja í safnið.

Þú finnur bókina, tímaritið, bíómyndina eða annað og tekur frá á leitir.is, sjá leiðbeiningar á vef bókasafnsins. Notendur eru hvattir til að panta á leitir.is, en sjálfsagt er að hringja í síma 566-6822 eða senda tölvupóst á bokasafn@mos.is og fá aðstoð.

Þegar safngögnin eru tilbúin fær notandinn sms og gögnin bíða í merktum poka við inngang safnsins milli kl. 14:00 og 16:00.

Athugið að safnið er lokað og þjónusta er eingöngu á í boði á virkum dögum.

Til baka