Tilnefning þín til umhverfisviðurkenninga fyrir 1. ágúst

19/07/2013
Umhverfisvidurkenningu 2012 hlutu íbúar að Arnartanga 51
Íbúar að Arnartanga 51 hlutu umhverfisvidurkenningu 2012
Umhverfisvidurkenningu 2012 hlutu íbúar að Kvislartungu 9
Íbúar að Kvislartungu 9 hlutu umhverfisvidurkenningu 2012

Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar óskar eftir tilnefningum til umhverfisviðurkenninga Mosfellsbæjar fyrir árið 2013.

Almenningur getur tilnefnt þá garða, götur og fyrirtæki í Mosfellsbæ sem þeim finnst skara fram úr í umhverfismálum.

Umhverfisviðurkenningar verða veittar í þremur flokkum:

a)    Garðar
b)    Íbúagötur
c)    Fyrirtæki

 

Íbúar eru hvattir til að tilnefna þá garða, fyrirtæki og götur sem þeim finnst hafa verið til fyrirmyndar í umhverfismálum fyrir 1. ágúst.

TAKTU ÞÁTT

Tilnefningar til umhverfisviðurkenninga má senda  rafrænt hér... eða með tölvupósti á mos[hjá]mos.is.

Tilnefningum skal skilað fyrir 1. ágúst 2013 og mun umhverfisnefnd fara yfir innsendar tilnefningar að því loknu og veita þeim sem verða fyrir valinu viðurkenningar við sérstaka athöfn á bæjarhátíðinni „Í túninu heima“ í ágúst.

Það sem umhverfisnefnd Mosfellsbæjar hefur til hliðsjónar við val á tilnefningum er meðfylgjandi gátlisti, smelltu hér (.pdf skjal 16kb)

Til baka