Minjastofnun Íslands auglýsir eftir umsóknum um styrki úr húsafriðunarsjóði fyrir árið 2015

05/11/2014
Hlutverk sjóðsins er að stuðla að varðveislu og viðhaldi friðlýstra og friðaðra húsa og mannvirkja sem hafa menningarsögulegt gildi, sbr. reglur nr. 577/2014. Samkvæmt úthlutunarreglunum er heimilt að veita styrki úr sjóðnum til:
  • viðhalds og endurbóta á friðlýstum og friðuðum húsum og mannvirkjum.
  • viðhalds annarra mannvirkja sem hafa menningarsögulegt, vísindalegt eða listrænt gildi.
  • byggingarsögulegra rannsókna, þar með talið skráningu húsa og mannvirkja, og miðlun upplýsinga um þær.

Umsóknir eru metnar með tilliti til varðveislugildis, t.d. vegna byggingarlistar, menningarsögu, umhverfis, upprunaleika og tæknilegs ástands ásamt gildis fyrir varðveislu byggingararfleifðarinnar.

Umsóknareyðublað og nánari upplýsingar, m.a. úthlutunarreglur, er að finna á heimasíðu Minjastofnunar Íslands, www.minjastofnun.is.

Allir hafa rétt til að sækja um styrki í sjóðinn, sveitarfélög, félagasamtök, einstaklingar og aðrir lögaðilar.

Umsóknarfrestur er til 1. desember 2014. Umsóknir sem berast eftir að umsóknarfresti lýkur koma ekki til álita við úthlutun.

Minjastofnun Íslands hefur eftirlit með að styrkt verkefni séu viðunandi af hendi leyst og í samræmi við innsend umsóknargögn. Bent er á leiðbeiningarit um viðhald og endurbætur friðaðra og varðveisluverðra húsa sem finna má á heimasíðu Minjastofnunar Íslands, undir gagnasafn og á Húsverndarstofu í Borgarsögusafni Reykjavíkur/Árbæjarsafni.
Til baka