Kjör íþróttamanns Mosfellsbæjar 2011

05/01/2011

Fimmtudaginn 13. janúar nk. kl. 20:00 verður haldið hóf í íþróttamiðstöðinni að Varmá þar sem lýst verður kjöri íþróttakarls- og konu Mosfellsbæjar árið 2010. Við sama tilefni er þeim einstaklingum sem hafa orðið Íslands-, deildar-, bikar- eða landsmótsmeistarar 2010 veittar viðurkenningar ásamt þeim sem hafa tekið þátt og/eða æft með landsliði á liðnu ári.
 
Íþróttafélög í Mosfellsbæ hafa ávallt komið upplýsingum um einstaklinga innan sinna vébanda sem unnið hafa til þessara afreka til íþróttafulltrúa. Það er þó ávallt þannig að nokkur fjöldi Mosfellinga stunda ekki íþrótt sína með félögum í bænum og langar íþrótta- og tómstundanefnd að leita til allra Mosfellinga með að koma ábendinum til íþróttafulltrúa um þá sem unnið hafa til þeirra afreka sem tilgreind eru hér að ofan og eru í félögum utan bæjarins. Vinsamlega hafið samband við íþróttafulltrúa í síma 660 0750 eða sendið honum línu á sg@mos.is

ALLIR MOSFELLINGAR ERU HJARTANLEGA VELKOMNA Á KJÖRIÐ !
 

 

Til baka