Lagnaframkvæmdir í Bjarkarholti

17/04/2020

Framkvæmdir standa nú yfir við endurnýjun veitulagna í Bjarkarholti. Næsti verkáfangi felur í sér þverun Bjarkarholts vestan við innkeyrslur Háholts 14 og Háholts 11.

Gert er ráð fyrir að gatan verði þveruð í byrjun næstu viku, mánudaginn 20. apríl. Á meðan á þeim framkvæmdum stendur yfir mun umferð verða beint um hjáleið sem lögð verður til hliðar við framkvæmdasvæði. Séð verður til þess að umferð um Bjarkarholt, hvort sem er akandi, hjólandi eða gangandi, verði ávallt tryggð á meðan á þverun götu stendur yfir.

Framkvæmdarlok eru áætluð mánudaginn 4. maí.

Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta getur haft í för með sér.

 

 

 

 

 

Til baka