Fagna 50 ára afmæli Skólahljómsveitar Mosfellsbæjar

31/10/2013
Blásið í lúðra árið 1967Sunnudaginn 3. nóvember efnir Skólahljómsveitin til 50 ára afmælistónleikanna. Tónleikarnir fara fram í Íþróttahúsinu að Varmá og hefjast kl. 14:00. Með hljómsveitinni koma fram einsöngvararnir Íris Hólm, María Ólafsdóttir, Jóhannes Freyr Baldursson og Þórunn Lárusdóttir. Einnig taka þátt félagar úr 11 af 12 kórum Mosfellsbæjar og verða því um 400 manns sem taka þátt í tónleikahaldinu.
Í nýjasta Mosfelling er viðtal við Daða Þór Einarsson stjórnanda hljómsveitarinnar og Birgir D Sveinsson stofnanda hljómsveitarinnar og stjórnanda til 40 ára.

 

Næsta vor verða svo aðrir tónleikar í tilefni afmælisins og munu þá gamlir félagar verða kallaðir til. Í dag eru um 130 börn í hljómsveitinni en mörg hundruð börn hafa komið við sögu hennar á þessum árum og í hugum margra hefur Skólahljómsveitin verið "skrautfjöður bæjarins".

 

Afmælistónleikar - auglýsing....

Til baka