TILLÖGUR AÐ FRIÐLÝSINGUM Í MOSFELLSBÆ

12/04/2013

Alafoss_myndUmhverfisstofnun og bæjarstjórn Mosfellsbæjar auglýsa hér með til kynningar tillögur að friðlýsingu tveggja fossa innan marka Mosfellsbæjar, Álafoss og Tungufoss sem og nánasta nágrennis þeirra. Tillögurnar eru að frumkvæði bæjarstjórnar Mosfellsbæjar sem lagði málið til á hátíðarbæjarstjórnarfundi í ágúst síðastliðnum af tilefni 25 ára afmælis bæjarins. Samanlögð stærð svæðanna er 2,8 hektarar. Svæði þau sem friðlýsingarnar ná til eru í eigu Mosfellsbæjar.

Tillögurnar liggja frammi hjá Umhverfisstofnun, Suðurlandsbraut 24 og á bæjarskrifstofum Mosfellsbæjar frá 12. apríl til 22. apríl. Þær má einnig skoða hér sem .pdf skjal  (1.mb).

Frestur til þess að skila inn athugasemdum og/eða ábendingum rennur út mánudaginn 22. apríl 2013.

Til baka