Lokað fyrir kalt vatn í Þrastarhöfða laugardaginn 16. maí

13/05/2020

Vegna viðgerðar á stofnæð verður lokað fyrir kalt vatn í Þrastarhöfða laugardaginn 16. maí 2020 frá kl. 6:00 fram til hádegis. Reynt verður að ljúka viðgerðum eins fljótt og kostur er til að lágmarka óþægindi fyrir íbúa.

Tímasetning er valin með tilliti til þess að trufla ekki skóla- og íþróttastarfsemi á svæðinu og að Lágafellslaug geti opnað að nýju eftir helgina.

Vatnsveita Mosfellsbæjar biðst velvirðingar á þeim óþægindum sem viðgerðin getur haft í för með sér.

 

 

Til baka