Opnun sýningar - Pixlar í Listasal Mosfellsbæjar

13/12/2012

PixlarNæstkomandi föstudag, þann 14. desember kl. 16-18, opnar Elín G. Jóhannsdóttir sýninguna Pixlar í Listasal Mosfellsbæjar.

Í boði eru léttar veitingar, jólaleikur og konfekt.

Sýningin verður opin alla daga á afgreiðslutíma Bókasafns Mosfellsbæjar til 11. janúar 2013.

Sjá betur á www.bokmos.is

Jólaleikurinn stendur til jóla, dregið verður á Þorláksmessu og vinningshafinn fær málverkið Gjöf til þín sent heim að dyrum þann dag.

Elín G. hefur verið virk í sýningarhaldi í borginni undanfarin ár. Viðfangsefni þessarar sýningar er borgarnáttúran, gleði og glens.
Elín leikur sér með pixla í málverkinu. Hugmyndin er frá digital ljósmynd – þegar rýnt er í myndina sjást litríkir pixlar. Það þarf ákveðna fjarlægð til að sjá heildarmyndina.

Allir velkomnir og aðgangur ókeypis

Til baka