Morgunakstur úr Dalnum

12/04/2013

StrætóNú liggur fyrir fyrirkomulag á akstri ofan úr Mosfellsdal í samræmi við óskir aðalfundar Víghóls, íbúasamtaka í Mosfellsdal. Ákveðið hefur verið að morgunakstur verði á virkum dögum ofan úr Dal.  Um er að ræða tilraunaverkefni sem stendur fram til 5. júní. Aksturinn hefst á mánudaginn 15. apríl.

Skólabíll mun annast aksturinn í stað áætlunarferðar Strætó b/s (leigubíll).  Ókeypis er í ferðina og ekki þarf að hringja eftir bílnum.  Ekið verður niður að Háholti, þar sem hægt verður að tengjast leiðakerfi Strætó b/s.

Ferðin miðar að því að hægt sé að ná leið 15, sem fer frá Háholti 07:18.

Skólabíllinn er með þessum hætti í sinni fyrstu ferð að aka sem almenningsvagn.

Tímatafla Skólabíls lítur þá svona út:

Laxnes/Hraðastaðir   07:05
Tjaldanes  07:08
 Háholt  07:13
   
 Selholt/Skeggjastaðir  07:30
 Laxnes  07:37
 Leirvogstunga  07:45
 Krikaskóli   08:00
 Varmárskóli  08:05
Til baka