Helgadalsvegur í Mosfellsdal, jarðvinna og veitur

06/03/2020

Umhverfissvið Mosfellsbæjar óskar eftir tilboðum í verkið: „Helgadalsvegur í Mosfellsdal, Jarðvinna og veitur“.

Mosfellsbær, hér eftir nefndur verkkaupi, óskar eftir tilboðum lögaðila í jarðvinnu- og veituverkefni við lóðir við Helgadalsveg. Verkefnið felur í sér að grafa skurði fyrir vatnsveitulagnir, hitaveitulagnir, raflagnir og fjölpípurör eins og teikningar sýna. Í skurðina skal verktaki sanda undir og yfir rör, leggja lagnir, fylla yfir og ganga frá. Innifalið í verkinu er öll lagning veitna og jarðvinna við fyrirhugaða lagningu veitna.

Helstu magntölur eru:

  • Gröftur fyrir veitulögnum - um 1345m³
  • Fyllingar - um 1340m³
  • Kaldavatnslagnir - um 550m
  • Hitaveitulagnir - um 850m
  • Raflagnir - um 990m
  • Fjarskiptalagnir - um 350m

Verkinu skal að fullu lokið 1. september 2020.

Útboðsgögn verða afhent í afgreiðslu bæjarskrifstofu Mosfellsbæjar, Þverholti 2, 2. hæð frá og með klukkan 10:00 á þriðjudeginum 10. mars 2020. Tilboðum skal skilað á sama stað, bæjarskrifstofur Mosfellsbæjar, eigi síðar en föstudaginn 3. apríl 2020 kl.11:00 og þau opnuð að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.

Til baka