50 ára afmælistónleikar Skólahljómsveitar Mosfellsbæjar 5. apríl

04/04/2014
Í tilefni af 50 ára afmæli heldur Skólahljómsveit Mosfellsbæjar 5 afmælistónleikar laugardaginn 5.apríl klukkan 14.00

 

Á brúsapalli í Mosfellssveit veturinn 1963-4 ákváðu tveir sveitungar, Birgir D. Sveinsson kennari og Jón M. Guðmundsson bóndi á Reykjum, að stofna lúðrasveit. Hljómsveitin kom í fyrsta sinn fram við 17.júní hátíðarhöld í Mosfellssveit árið 1964.

Í tilefni af þessum tímamótum býður Skólahljómsveit Mosfellsbæjar til 50 ára afmælistónleika laugardaginn 5. apríl kl. 14.00 í Íþróttahúsinu að Varmá.

Fram koma Gamlir félagar, A, B og C sveit og hópur skipaður foreldrum sem hafa fengið grunnkennslu á hljóðfæri barna sinna. Um 120 nemendur eru þátttakendur í starfi hljómsveitarinnar og kennarar eru eru þeir. Daði Þór Einarsson, Daníel Friðjónsson, Jón Guðmundsson, Kristjón Daðason, Sveinn Þ. Birgisson og Þorkell Jóelsson.

Kynnir verður Karl Ágúst Úlfsson leikari en hann lék með hljómsveitinni sem barn og unglingur.

Skólahljómsveit Mosfellsbæjar hefur frá stofnun verið meginstoð í menningarlífi sveitarinnar sem svo varð bær. Þar hafa frá upphafi aðeins verið tveir stjórnendur en Birgir D. Sveinsson stjórnaði hljómsveitinni í 40 ár en frá árinu 2004 hefur Daði Þór Einarsson haldið um stjórnartaumana. Þúsundir nemenda hafa numið á hljóðfæri og spilað með hljómsveitinni sem hefur verið afar vinsæl meðal barna og ungmenna.

Það eru allir hjartanlega velkomnir á tónleikana en aðgangur er ókeypis.

Nánari upplýsingar veitir:
Daði Þór Einarsson stjórnandi, skomos[hja]ismennt.is, s. 663 9225
Til baka

Myndir með frétt