Í túninu heima 30.ágúst - 1.september - Viltu taka þátt?

19/07/2013

forsidaÍ túninu heima - Takið helgina frá !

Okkar árlega bæjarhátíð "Í túninu heima" verður haldin helgina 30.- 1. september.

Hátíðin er sannkölluð fjölskylduhátíð sem stendur í þrjá daga og geta allir fundið eitthvað við sitt hæfi. 

Fjölbreyttir menningarviðburðir eru í boði að vanda, barnadagskrá, tívolí, tónleikar, myndlistasýningar, útimarkaðir og íþróttaviðburðir svo fátt eitt sé nefnt.

Hátíðin hefst formlega á föstudagskvöldi á miðbæjartorgi Mosfellsbæjar þaðan sem gengið verður í karnivalskrúðgöngu í Ullarnesbrekkur milli Varmár og Köldukvíslar þar sem varðeldur verður tendraður og brekkusöngur fer fram. Nýjung á hátíðinni í ár er að 7 tinda hlaupið sem haldið hefur verið í júní síðustu ár verður laugardaginn 31.ágúst og því hluti af hátíðinni. Skátafélagið Mosverjar ásamt Björgunarsveitinni Kyndli hafa haft veg og vanda af hlaupinu síðustu ár.

Útimarkaðir verða bæði í Álafosskvos og Mosfellsdal.

Viltu taka þátt? - Viðburði og dagskrárliði sem eiga að vera á hátíðinni þarf að tilkynna með tölvupósti á ituninuheima@simnet.is

Íbúar, félagasamtök og fyrirtæki í Mosfellsbæ eru  hvattir til að taka virkan þátt í hátíðinni og ef einhverjir luma á hugmyndum eða vilja vera með viðburð Í túninu heima hjá sér þá er líka hægt að hafa samband við Daða Þór Einarsson verkefnastjóra hátíðarinnar í síma 663 9225.

Bærinn skartaði skemmtilegum skreytingum árið 2012, en hefðin hefur verið sú að hvert hverfi hefur fengið sinn lit. 

í túninu heima 030 í túninu heima 021

í túninu heima 004

í túninu heima 008
Til baka