Skráning í Vinnuskóla Mosfellsbæjar hefst eftir páska

03/04/2020

Nemendum í 8. - 10.bekk grunnskóla Mosfellsbæjar stendur að vanda til boða að starfa við Vinnuskóla Mosfellsbæjar sumarið 2020. Skráning fer fram í gegnum Ráðningarvef Mosfellsbæjar. Opnað verður fyrir skráningu eftir páska og mun hún standa fram í miðjan maí mánuð.

Allar nánari upplýsingar varðandi starfstímabil, vinnutíma og laun nemenda verður auglýst þegar þar að kemur á vef Mosfellsbæjar og í bæjarblaðinu Mosfellingi.

 

Til baka