Fréttir eftir árum

Jólaball í Hlégarði í dag

28.12.2009
Hið árlega jólaball Mosfellsbæjar verður haldið í Hlégaðrði í dag, þriðjudaginn 29. desember, kl. 17:00.
Edda Borg og hljómsveit skemmta.
Meira ...

Prjónuðu 55 vettlingapör til styrktar mæðranefnd

23.12.2009
Leikskólakennarar í leikskólanum Reykjakoti í Mosfellsbæ komu á dögunum í heimsókn í bókaforlagið Sölku  í Reykjavík og höfðu með sér 55 vettlingapör. Það var framlag þeirra til vettlingasöfnunar sem forlagið og verslanir Eymundsson hafa staðið fyrir í þágu Mæðrastyrksnefndar síðan í haust.
Meira ...

Hlýhugur frá nágrönnum Reykjakots

23.12.2009
Á dögunum fékk leikskólinn Reykjakot jólakort frá nágrönnum sínum í Krókabyggð 1, 1a, 3, 3a og 5. Ástæðan fyrir kortinu er sú að þeir vilja samgleðjast leikskólanum vegna breytinga á lóðinni og þykir gaman að hafa glaða krakka í hverfinu. Þetta var dásamlegt kort sem yljaði starfsfólki leikskólans um hjartaræturnar.
Meira ...

Jólaball hjá dagmæðrum

22.12.2009
JólaballÞær Danía, Andrea og Erla Birna, dagforeldrar í Mosfellsbæ, héldu jólaball fyrir daggæslubörnin sín. Börnunum fannst mjög gaman að hittast svona og gaman að dansa..
Meira ...

Saga Aftureldingar komin út

18.12.2009
Ungmennafélagið Afturelding í Mosfellsbæ hefur gefið út aldarsögu sína en félagið var stofnað 11. apríl árið 1909. Það hefur starfað óslitið síðan og er meðal elstu ungmennafélaga landsins.
Meira ...

Hagræðing - Uppbygging - Velferð

17.12.2009
KjaniBæjarstjórn Mosfellsbæjar samþykkti samhljóða í gærkvöldi fjárhagsáætlun fyrir árið 2010.  Áætlun var unnin sameiginlega af öllum flokkum í bæjarstjórn líkt og gert var fyrir árið 2009. Megináherslur í fjárhagsáætluninni eru að standa vörð um fjölskyldur og velferð, en tryggja um leið að bæjarfélagið veiti áfram góða öfluga þjónusta. Yfirskrift fjárhagsáætlunarinnar er: Hagræðing – uppbygging – velferð.
Meira ...

Barnafata-skiptimarkaður

16.12.2009
Barnafata-skiptimarkaður fyrir 12 ára og yngri er enn í fullum gangi hjá Kjósardeild Rauða kross Íslands. Opið er alla þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 10-13 og annan hvorn þriðjudag frá kl. 17-19.
Meira ...

Jólatrésala Aftureldingar

15.12.2009
Hin árlega jólatréssala Aftureldingar verður nú í Hraunhúsum, að Völuteigi 6.
Opnunartímar:
Miðvikudaga til föstudaga kl. 17.00 - 19.00
Laugardaga kl. 12.00 - 18.00
Sunnudaga kl. 13.00 - 1800
Meira ...

Orgeljól í Lágafellskirkju

15.12.2009
Douglas BrotchieNálgun jólanna verður fagnað með orgelslætti í Lágafellskirkju nú í fimmta skipti. Organisti og skipuleggjandi, Douglas Brotchie, innleiddi þessa hefð þegar hann flutti að Eik í Mosfellsbæ fyrir nokkrum árum, og hafði þá áhuga á að efla og styrkja tónleikahald í sinni nýju heimabyggð.
Meira ...

Þjálfaranámskeið í Finnlandi

15.12.2009
Á haustin er tími endurmenntunar frjálsíþróttaþjálfara. Hlynur frjálsíþróttaþjálfari Aftureldingar fór til Finnlands á námskeið á íþróttasetri að Kuortane (líklega 100 sinnum stærra en á Laugarvatni).
Boðið var upp á spjótkastsnámskeið með fremstu þjálfurum, spjótkösturum og sérfræðingum (læknar, sjúkraþjálfara og umboðsmenn) heims í kringum þessa þraut.

Meira ...

Síða 1 af 11