Fréttir eftir árum

Fræðsludagur Skólaskrifstofu Mosfellsbæjar

24.08.2009
Hugsjónir eru akkeri í stormi - Fræðsludagur Skólaskrifstofu Mosfellsbæjar verður haldinn 24. ágúst. Dagskrá: 8:00 - 8:30 Mæting – Morgunmatur í boði Skólaskrifstofu 8:30 - 10:00 “Við erum öll áhöfn á sama bát” Vilmar Pétursson ráðgjafi hjá Capacent segir frá pólafaranum. Ernest Shackleton sem fór með áhöfn sína þvert yfir suður- pólinn við afar erfiðar aðstæður eftir að skip hans Endurance strandaði við suðurpólinn snemma á síðustu öld. Fyrirlestur haldinn í Lágafellsskóla fyrir alla starfsmenn leik- og grunnskóla Mosfellsbæjar 10:00-10:30 Kaffihlé 10:30 Fræðsluerindi og fundir haldnir í skólunum, Ath! Aðeins er hægt a velja eitt af neðangreindum atriðum: 10:30-11:50 í Lágafellsskóla 1. Sameiginlegir fræðslu- og umræðufundir grunnskólakennara Námskrá – fjölbreyttir kennsluhættir, fjölbreytt námsmat – njóta bæði kynin sín í skólastarfinu ? Bekkjarkennarar í 1. - 6. bekk funda saman, hver bekkur fyrir sig (sjá auglýsingu) Fagkennarar í 7. – 10. bekk funda saman (sjá auglýsingu) 10:30-11:50 í Hlíð 2. “Hvers vegna eru árin sem enginn man svona mikilvæg í lífi hvers einstaklings ?”. Fyrirlestur um mikilvægi leikskólastarfs með yngstu börnunum. Fyrirlesari Ingunn Stefánsdóttir leikskólakennari í Hlaðhömrum. 10:30-11:50 í Huldubergi 3. “Hvers vegna er nauðsynlegt að meta skólastarf og hvernig eigum við að meta það ?” Helga Dís Sigurðardóttir matsfræðingur og starfsmaður á Huldubergi fjallar um mat á skólastarfi. 10:30-16:30 í Huldubergi 4. “Myndum við vilja að allir væru eins ?” (PALS) Fyrirlestur/smiðja um menningu og umburðarlyndi gagnvart fjölbreytileika. Fyrirlesari og umsjónarmaður er Hulda Karen Daníelsdóttir, kennsluráðgjafi. 13:00-16:30 5. Vinnustofur/smiðjur í skólunum a. Að vinna í anda Hjallastefnunnar, starfshættir, markmið og leiðir i. Haldið í Reykjakoti. Umsjón: Stjórnendur og starfsmenn Reykjakots b. Að vinna í anda Reggiostefnunnar i. Haldið í Hlaðhömrum. Umsjón: Stjórnendur og starfsmenn Hlaðhamra c. Samþætting leik-og grunnskóla, hugmyndafræði Krikaskóla i. Haldið í Krikaskóla. Umsjón: Stjórnendur og starfsmenn Krikaskóla d. Skapandi starf í leikskóla, ljós og skuggi i. Haldið í Hlíð. Umsjón: Stjórnendur og starfsmenn Hlíðar e. Vettvangs- og fræðsluferðir í eftirtalda leikskóla: i. Rauðhóll, Sandavaði 7. Náttúruskóli, fjögurra deilda skóli fyrir 88 börn ii. Garðaborg Bústaðavegi 81. Einingakubbaskóli, tveggja deilda skóli fyrir 54 börn iii. Hlíðarendi Laugarásvegi 77. Könnunarleikur og yngri börn, tveggja deilda skóli fyrir 24 börn samtímis iv. Umsjón: Stjórnendur og starfsmenn Huldubergs Brottfarastaður er Huldubergi, sameinast í bíla kl. 13:10 f. Að bæta sig – um markmið, sjálfstraust og jákvæð viðhorf, fyrirlesari er Einar Gylfi Jónsson sálfræðingur i. Fyrirlestur á sal Varmárskóla. Umsjón stjórnendur Varmárskóla g. Vinnufundir og skipulag í Lágafellsskóla i. Haldið í Lágafellsskóla. Umsjón: Stjórnendur og starfsmenn Lágafellsskóla
Meira ...

Síða 11 af 11