Fréttir eftir árum

Fróðleiksnáma um sögu Mosfellsbæjar

15.12.2009
Mosfellsbær, saga byggðar í 1100 ár eftir Bjarka Bjarnason og Magnús Guðmundsson fæst nú á sérstöku tilboðsverði í þjónustuveri Mosfellsbæjar og á Bókasafni Mosfellsbæjar.
Meira ...

Jólatrjáasala Skógræktarfélagsins í Hamrahlíðinni

14.12.2009
Jólatrjáasala Skógræktarfélags Mosfellsbæjar er opin í Hamrahlíðinni við Vesturlandsveg til jóla.
Virka daga er opið frá kl. 12-16 og um helgar frá kl. 10-16. 
Hægt er að fara í skóginn og saga sjálfur tré en einnig verða til söguð tré á staðnum.

 

 
Meira ...

Enduropnun Héraðsskjalasafns Mosfellsbæjar

12.12.2009
 SkjalavörðurMiðvikudaginn 9.desember var Héraðsskjalasafn Mosfellsbæjar enduropnað og bauð Birna Mjöll Sigurðardóttir skjalavörður starfsmönnum bæjarskrifstofu að koma og skoða safnið. Þarna er margt af áhugaverðum hlutum að sjá og gaman að fá að grúska í sögu bæjarins.
Meira ...

Hátíðarstemning í Hraunhúsum í dag

11.12.2009
Mikil hátíðarstemning mun ríkja í Hraunhúsum, Völuteigi 6, föstudaginn 11. desember, en þá munu efnilegar söngkonur úr söngdeild Listaskóla Mosfellsbæjar flytja þar þekkt jólalög.
Meira ...

Marta María opnar sýningu í Listasal

10.12.2009
Verið velkomin á opnun sýningar Mörtu Maríu Jónsdóttur, laugardaginn 12. desember í Listasal Mosfellsbæjar, opið frá kl. 14-16.
“Talið var að augun framleiddu ljós„ er heiti sýningar hennar sem standa mun til 16. janúar nk.
Meira ...

Jólasýning Fimleikadeildar Aftureldingar

10.12.2009
Jólasýning Fimleikadeildar Aftureldingar verður haldin sunnudaginn 13. desember kl. 11-13:00 í Íþróttahúsinu að Varmá. Andi kvikmyndanna svífur yfir vötnum í atriðum frábærra fimleikabarna.
Meira ...

Jólaljós - Styrktartónleikar

09.12.2009
Stórtónleikar  kirkjukórs Lágafellssóknar í Mosfellsbæ verða haldnir í Fríkirkjunni í Reykjavík sunnudaginn 13. desember kl.17.00.  Tónleikarnir eru til styrktar bágstöddum fjölskyldum í Mosfellsbæ.
Meira ...

Jólatónleikar Listaskólans

08.12.2009
Listaskóli Mosfellsbæjar heldur sjö jólatónleika í Listasal Mosfellsbæjar á aðventunni. Fram koma nemendur á öllum stigum hljóðfæra- og söngnáms og flytja fjölbreytta tónlist, sem kemur öllum í jólaskapið.
Meira ...

Útgáfuveisla Dagrennings

07.12.2009
AftureldingKvöldvaka/útgáfuveisla verður haldin í hátíðarsal Lágafellsskóla fimmtudaginn 10. desember kl. 20:00. Tilefnið er útgáfa Dagrennings, aldarsaga ungmennafélagsins Aftureldingar, sem kemur út í næstu viku. og verður bókin þar kynnt auk þess sem það verða tónlistaratriði, kaffi og bakkelsi, bæði í anda jólanna og í anda gamla ungmennafélagsins. Kvöldvaka þessi er sú önnur í röð 6 kvöldvaka, sem haldnar verða nú í vetur í tilefni 100 ára afmælis Aftureldingar. 
Meira ...

Jólastemmning í Mosfellsbæ um helgina

04.12.2009
AðventaFjöldi hátíðlegra viðburða er í boði á aðventunni í Mosfellsbæ og geta Mosfellingar án efa allir fundið eitthvað við sitt hæfi, jafnt ungir sem aldnir. Heilmikið er um að vera um helgina og verður hér stiklað á því helsta.
Meira ...

Síða 2 af 11