Fréttir eftir árum

Hönnun framhaldsskólans boðin út

02.12.2009
BrúarlandFramkvæmdasýsla ríkisins hefur boðið út hönnun Framhaldsskólans í Mosfellsbæ. Um er að ræða um 4.000 fermetra byggingu sem staðsett verður í miðbæ Mosfellsbæjar, nánar tiltekið við Háholt og mun hún rúma um 4-500 nemendur.
Meira ...

Góðar umræður á kynningarfundi um miðbæjarskipulag

01.12.2009
Talsvert var spurt um svokallaðar mótvægisaðgerðir gegn vindi sem Sigurður Einarsson arkítekt kynnti á íbúafundi um nýtt miðbæjarskipulag sem fram fór í gær. Alls mættu um 50 manns á fundinn og sköpuðust góðar umræður um hið nýja miðbæjarskipulag sem nú er í auglýsingu.
Meira ...

Góður árangur á Silfurleikum

30.11.2009
Silfurleikar ÍR í frjálsum íþróttum fóru fram í Laugardalshöllinni laugardaginn 21. nóvember síðastliðinn. Þátttakendur frá Aftureldingu voru 32 talsins og stóðu sig frábærlega, heim komu þau með gull, silfur og brons.
 
Meira ...

Jólahátíð á miðbæjartorgi

30.11.2009
JólahátíðSannkölluð jólahátíð var á Miðbæjartorgi á laugardag þegar kveikt var á ljósum á jólatré Mosfellinga. Jólasveinarnir voru að sjálfsögðu mættir á staðinn til að fagna því að aðventan er í garð gengin.
Meira ...

Bæjaryfirvöld mótmæla frestun framkvæmda við Vesturlandsveg

30.11.2009
VesturlandsvegurBæjaryfirvöld í Mosfellsbæ mótmæla því harðlega að endurbætur á Vesturlandsvegi séu saltaðar en önnur verkefni sett í forgang enda sé kaflinn í gegnum bæinn einn hættulegasti og umferðarþyngsti þjóðvegur landsins.
Meira ...

Heimildarmyndin Rajeev revisited nú í sýningu

27.11.2009
Rajeev og ManjuFöstudaginn 27. nóvember hóf Regnboginn sýningar á heimildarmyndinni Rajeev revisited eftir Birtu Fróðadóttur sem styrkt var af menningarmálanefnd Mosfellsbæjar. Rajeev ólst upp í Mosfellsdal og fluttist til Indlands á unglingsárum og er Rajeev revisited sjálfstætt framhald myndarinnar Leitin að Rajeev frá árinu 2002.
Meira ...

Opið hús fyrir foreldra í kvöld

26.11.2009
HeiliÍ kvöld, miðvikudag, verður Opið hús hjá Skólaskrifstofu Mosfellsbæjar og að þessu sinni verður gestur opna hússins Guðbrandur Árni Ísberg, sálfræðingur, forvarnar- og meðferðarteymi barna hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Guðbrandur mun í erindi sínu leitast við á skýran og léttan máta að veita innsýn inn í hvernig þekking á heilanum getur nýst til að verða betra foreldri, betri maki, betri vinur og svo framvegis.
Meira ...

Nágrannavarsla í Mosfellsbæ

24.11.2009
NágrannavarslaMosfellsbær, Sjóvá og Lögregla höfuðborgarsvæðisins héldu fund um nágrannavörslu í Mosfellsbæ þriðjudaginn 24. nóvember kl. 17:00 í Listasal Mosfellsbæjar. Nágrannavarsla hefur fyrir löngu sannað sig sem mikilvægur hlekkur í að fækka glæpum og þá sérstaklega innbrotum á heimili, í bíla og almennum þjófnaði á eigum fólks. Þar sem nágrannavarsla er virk hefur skemmdarverkum einnig fækkað og dregið úr veggjakroti.
Meira ...

Máttur góðra tengsla - Hvað hefur heilinn um þau að segja?

24.11.2009
Miðvikudaginn 25. nóvember næstkomandi verður opið hús hjá Skólaskrifstofu Mosfellsbæjar og að þessu sinni verður gestur opna hússins Guðbrandur Árni Ísberg, sálfræðingur, forvarnar- og meðferðarteymi barna hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.
Guðbrandur mun í erindi sínu leitast við á skýran og léttan máta að veita innsýn inn í hvernig þekking á heilanum getur nýst til að verða betra foreldri, betri maki, betri
vinur og svo framvegis.
Meira ...

Ný reiðhöll vígð í Mosfellsbæ um síðustu helgi

23.11.2009
ReiðhöllNý og glæsileg reiðhöll hestamannafélagsins Harðar í Mosfellsbæ var vígð á laugardag við mikla viðhöfn. Reiðhöllin er sú stærsta á höfuðborgarsvæðinu, 2400 fermetrar að stærð og er reiðvöllurinn sá stærsti á landinu. Reiðhöllin er byggð með stuðningi Mosfellsbæjar og landbúnaðarráðuneytisins en fjölmargir félagar í hestamannafélaginu hafa lagt sitt á vogarskálarnar svo ljúka mætti við verkið.
Meira ...

Síða 3 af 11