Fréttir eftir árum

Bæjarráð heimsækir stofnanir

20.11.2009
Bæjarráð í BókasafniBæjarráð lauk í gær árlegum heimsóknum sínum í stofnanir  Mosfellsbæjar. Reglubundnar heimsóknir bæjarráðs í stofnanir Mosfellsbæjar eru til þess ætlaðar að styrkja tengsl bæjarráðs við stofnanir og starfsmenn þeirra.
Meira ...

Basar til styrktar bágstöddum

20.11.2009
Basar og sýning á vegum félagsstarfs eldri borgara verður haldinn í Listasal og Bókasafni Mosfellsbæjar í Kjarna á morgun, laugardaginn 21. nóvember kl. 12-16. Til sölu og til sýnis verður afrakstur starfs Félagsstarfs eldri borgara í Mosfellsbæ.
Meira ...

Vegagerð á höfuðborgarsvæðinu ekki á dagskrá á næstunni

17.11.2009
VesturlandsvegurBæjarráð Mosfellsbæjar gekk nýverið á fund Kristjáns Möller samgönguráðherra í því skyni að benda á nauðsyn úrbóta í vegasamgöngum um Vesturlandsveg, einn hættulegasta þjóðveg landsins. Á fundinum gerði samgönguráðherra bæjarráði grein fyrir því að ekki væri unnt að ráðast í neinar vegaframkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu á næstunni vegna niðurskurðar á fé til vegaframkvæmda.
Meira ...

Vesturlandsvegur afskrifaður

17.11.2009
VesturlandsvegurBæjarráð Mosfellsbæjar gekk nýverið á fund Kristjáns Möller samgönguráðherra í því skyni að benda á nauðsyn úrbóta í vegasamgöngum um Vesturlandsveg, einn hættulegasta þjóðveg landsins. Á fundinum gerði samgönguráðherra bæjarráði grein fyrir því að ekki væri unnt að ráðast í neinar vegaframkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu á næstunni vegna niðurskurðar á fé til vegaframkvæmda.
Meira ...

Bókmenntahlaðborð - alger veisla

16.11.2009
Hið árlega bókmenntakvöld Bókasafnsins verður haldið miðvikudaginn 18. nóvember kl. 20 - 22:00. Tónlist, upplestur, umræður og veitingar að hætti bókasafnsins. Höfundarnir sem mæta í ár eru: Huldar Breiðfjörð, Jón Kalman Stefánsson, Kristín Marja Baldursdóttir, Stefán Máni og Steinunn Sigurðardóttir.
Meira ...

Stefnt að fækkun innbrota og eignaspjalla

13.11.2009
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hélt fund með Mosfellingum sl. miðvikudag þar sem skrifað var undir samning milli lögreglunnar og Mosfellsbæjar um aukið öryggi og samvinnu á sviði löggæslu- og forvarnarmála í Mosfellsbæ.
Meira ...

Mjallhvít og dvergarnir sjö

12.11.2009
Leikfélag Mosfellssveitar frumsýnir á sunnudaginn, þann 15. nóvember, leikritið Mjallhvít og dvergarnir sjö. Æfingar hafa staðið yfir síðustu vikur, en alls taka yfir tuttugu leikarar og tónlistarmenn þátt í sýningunni.
Meira ...

Vöfflutónleikar með rjóma í Lágafellsskóla næsta laugardag

11.11.2009

Skólahljómsveitin stendur í stórræðum um þessar mundir.  Ný afstaðnar æfingabúðir A og B sveitar í Klébergsskóla á Kjalarnesi tókust mjög vel fyrir tveimur vikum.  Næstkomandi laugardag 14. nóvember efnir Skólahljómsveitin til vöfflutónleika í Lágafellsskóla.  Fram koma A – B, og C sveitir, alls um 110 hljóðfæraleikarar.  Efnisskráin fjölbreytt að vanda og tilvalin til að hlusta á meðan áheyrendur gæða sér á vöfflu með rjóma og kaffisopa. Tónleikarnir hefjast kl. 11.00 í Lágafellsskóla.

Myndin er af A og B sveit við Klébergsskóla um síðustu mánaðarmót.

Meira ...

Jazz tónleikar í Listasal á sunnudaginn

11.11.2009
Jazz-kvintett Reynis Sigurðssonar heldur tónleika í Listasalnum sunnudaginn 15. nóvember kl. 17.30. Kvintettinn var stofnaður á þessu ári og hefur verið vel tekið þar sem hann hefur komið fram.
Meira ...

Lögreglan fundar með Mosfellingum í dag

11.11.2009
Árlegur haustfundur lögreglu höfuðborgarsvæðisins með fulltrúum Mosfellsbæjar verður haldinn í dag, miðvikudaginn 11. nóvember 2009 kl. 16:30 í Listasal Mosfellsbæjar í Kjarna. Á fundinum verður horft til þess árangurs sem náðst hefur og skoðuð tölfræði í því sambandi. Nýtt fyrirkomulag á starfsemi LRH með tilkomu fimm lögreglustöðva verður kynnt á fundinum. Einnig verður horft til framtíðar og hugað að því sem betur má fara í sambandi við löggæslu í Mosfellsbæ. 
Meira ...

Síða 4 af 11