Fréttir eftir árum

Kvartettinn Esja leikur í Listasalnum á laugardaginn

10.11.2009
Laugardaginn 14. nóvember kl. 13:00 mun kvartettinn Esja leika píanókvartett Brahms no 3 í c moll á tónleikum í Listasal Mosfellsbæjar. Kvartettinn skipa Jane Ade Sutjarjo, píanó, Sigrún Harðardóttir, fiðla, Þórunn Harðardóttir, víóla og Karl Jóhann Bjarnason, selló.
Meira ...

Barnafataskiptimarkaður Rauða krossins

09.11.2009
Í tvær vikur hefur Kjósarsýsludeild Rauða krossins staðið fyrir barnafataskiptimarkaði. Þar koma foreldrar með heilleg föt af börnunum sínum og skipta yfir aðra stærð eða aðra tegund.  Viðtökur hafa verið mjög góðar og hefur því verið tekin sú ákvörðun að hafa skiptimarkað á sparifötum og spariskóm í desember.
Meira ...

Þemavika í tónlistardeild Listaskóla Mosfellsbæjar

05.11.2009
Dagana 9. – 13. nóvember verður þemavika í tónlistardeild Listaskóla Mosfellsbæjar. Viðfangsefnið í ár eru íslensk þjóðlög. Nemendur og kennarar æfa þjóðlög, skólinn verður skreyttur í þjóðlegum anda og fólk er hvatt til að klæðast íslenskum fatnaði, eins og lopapeysum og þjóðbúningum, ekki síst á tónleikum, sem haldnir verða í Listasal Mosfellsbæjar 17. og 19. nóvember kl. 18.00.
Meira ...

Skipasmíðastöð í Mosfellsbæ

05.11.2009
Lítil skipasmíðastöð starfar í Mosfellsbænum í húsakynnum ÍSTAKS. Þar var nýsmíðuðum borpramma gefið nafn í gær en hann á að nota við hafnarframkvæmdir í Noregi. Þetta kom fram í fréttum RÚV.
Meira ...

Skólahlaup UMSK

05.11.2009
Skólahlaup UMSK fór fram á Varmárvelli á dögunum en í skólahlaupi UMSK er keppt um Bræðrabikarinn en þann bikar hlýtur sá skóli sem hefur hlutfallslega flesta þátttakendur. Í ár komu flestir nemendur frá Lágafellskóla í Mosfellsbæ og hlýtur því Lágafellsskóli Bræðrabikarinn í ár. Skólanum var afhentur bikarinn á dögunum.12 hlauparar frá Lágafellsskóla lentu á verðlaunapalli en keppendur komu úr 4. – 10.bekk. Við óskum nemendum skólans til hamingju með þennan glæsilega árangur.
Meira ...

Leikskólinn Hulduberg 10 ára

02.11.2009
Leikskólinn Hulduberg heldur upp á 10 ára afmæli sitt í dag, 2.nóvember. Mikil hátíð verður hjá börnum og starfsmönnum leikskólans í tilefni dagsins, íþróttaálfurinn ætlar að mæta og koma öllum í rétta skapið, krakkarnir skreyta sig svo með andlitsmálningu og gæða sér á pizzu í hádeginu.
Meira ...

Sveitarfélögin forgangsraða þjónustu vegna inflúensunnar

30.10.2009
Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu vinna nú öll eftir samræmdum viðbragðsáætlunum sem gerðar voru undir umsjón Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins til að tryggja órofna lykilþjónustu á meðan inflúensufaraldur gengur yfir. Gerðar eru ráðstafanir til að hindra útbreiðslu inflúensunnar meðal starfsfólks og dreifa þannig álaginu sem annars skapast vegna forfalla. Samkvæmt upplýsingum frá sveitarfélögunum hefur gengið vel að tryggja íbúunum lykilþjónustu þrátt fyrir forföll meðal starfsfólks.
Meira ...

Við tökum þátt - aðkoma foreldra að skólastarfi

28.10.2009
Miðvikudaginn 28. október kl: 20:00-21:00 verður fyrsta opna hús vetrarins á vegum Skólaskrifstofu Mosfellsbæjar. Að þessu sinni verður fjallað um tilgang og markmið skóla- og foreldraráða leik- og grunnskóla skv. lögum um leik- og grunnskóla. Foreldrar í Krikaskóla efna til samræðu við gesti um aðkomu foreldra að skólastarfi í Mosfellsbæ.
Fyrirlesturinn er haldinn í Listasal Mosfellsbæjar og er öllum opinn, aðgangur ókeypis.
Skólaskrifstofa Mosfellsbæjar
www.mos.is
Meira ...

Bólið opnar útibú í Lágafellsskóla

28.10.2009
Opnunarhátíð Félagsmiðstöðvarinnar Bólsins við Lágafellskóla var haldin 2. október. Gestum var boðið að skoða nýendurgert húsnæði og kynna sér það sem er í boði í Bólinu fyrir ungmenni Mosfellsbæjar. Opnunarhátíðin var vel sótt enda glæsilega að öllu staðið við gerð félagsmiðstöðvarinnar, tækjakostur er mjög góður og húsnæðið allt í samræmi við óskir unglinganna. Starfsmenn voru á staðnum og bökuðu vöfflur og kynntu starfsemina fyrir gestum.
Meira ...

Fjölbreytt heilsuþjónusta í boði

27.10.2009
Í Lágafellslaug er 25 metra útisundlaug, innilaug með færanlegum botni, heitir pottar, eimbað, sauna og renni-brautir. Í innilauginni er kennd vatnsleikfimi og ungbarnasund. Stór íþróttasalur er í húsinu sem er vel nýttur meðan sundlaugin er opin. Einnig er líkamsræktar-stöðin World Class með mjög góða starfsemi í húsinu.
Meira ...

Síða 5 af 11