Fréttir eftir árum

Áramótabrenna og flugeldasýning í Ullarnesbrekkum kl. 20.30

31.12.2010
ÁramótabrennaKveikt verður í áramótabrennu Mosfellsbæjar í Ullarnesbrekkum í kvöld kl. 20.30 og verður Björgunarsveitin Kyndill með flugeldasýningu að vanda.
Meira ...

Jólaball Mosfellsbæjar í Hlégarði

22.12.2010
jólaballHið árlega jólaball Mosfellsbæjar verður haldið í Hlégarði þriðjudaginn 28. desember kl. 17
Meira ...

test

21.12.2010
bara að testa
Meira ...

Mosfellingur er karatemaður ársins

21.12.2010
Kristján Helgi CarrascoKaratesamband Íslands hefur útnefnt Kristján Helga Carrasco landsliðsmann, sem æfir karate hjá karatedeild Aftureldingar, karatemann ársins 2010.
Meira ...

Hörður hlýtur styrk frá Góða hirðinum

20.12.2010
Hestamannafélagið HörðurHestamannafélagið Hörður hlaut í ár styrk frá Góða hirðinum, nytjamarkaði Sorpu og líknarfélaga. Góði hirðirinn er góðgerðarstarfsemi á vegum Sorpu þar sem nýtanlegum hlutum sem hefur verið hent er haldið til haga og seldir.
Meira ...

Mosfellsbær og Prima Care undirrita lóðarleigusamning

17.12.2010

Gunnar Ármannsson og Haraldur SverrissonBæjarstjóri Mosfellsbæjar og framkvæmdastjóri Prima Care ehf. undirrituðu í dag samninga um lóð vegna fyrirhugaðrar byggingar Prima Care ehf. á einkasjúkrahúsi og hóteli í Mosfellsbæ.

Meira ...

Jákvæð rekstrarniðurstaða og skuldir lækka

16.12.2010
MosfellsbærFjárhagsáætlun Mosfellsbæjar fyrir árið 2011 var lögð fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn í gær. Megináherslur hennar eru að standa vörð um grunn- og velferðarþjónustu Mosfellsbæjar en jafnframt að skila hallalausum rekstri. Gert er ráð fyrir jákvæðri rekstrarniðurstöðu um 14 mkr.
Meira ...

Orgeljól í Lágafellskirkju

14.12.2010
LágafellskirkjaÍ sjötta skipti heldur Douglas Brotchie Orgeljól í Lágafellskirkju. Hann innleiddi þessa hefð fyrir nokkrum árum og hafði þá áhuga á að efla og styrkja tónleikahald í sinni nýju heimabyggð.
Meira ...

Mosfellsbær lagði Reykjavík í útsvarinu

13.12.2010
Lið Mosfellsbæjar lagði lið Reykjavíkur að velli í fyrstu viðureign annarrar umferðar spurningaþáttarins Útsvars í RÚV á föstudagskvöldið. Viðureign liðanna var spennandi og skemmtileg og endaði að sjálfsögðu eins vel og á var kosið. Mosfellingar voru undir mest allan tímann en náðu undir lok þáttar að saxa á forskotið og unnu að lokum með aðeins 3 stigum.
Meira ...

Jólatré Skógræktarfélagsins

13.12.2010
Jólatrjáasala Skógræktarfélags Mosfellsbæjar er opin í Hamrahlíðinni við Vesturlandsveg til jóla. Hægt er að fara í skóginn og saga sjálfur tré en einnig verða til söguð tré á staðnum.
Meira ...

Síða 1 af 23