Fréttir eftir árum

Nýjar reglur varðandi kjör íþróttakonu og íþróttakarls Mosfellsbæjar og þátttaka íbúa í kjörinu.

28.12.2012

Kjör íþróttakonu og íþróttakarlsÁ síðasta fundi íþrótta- og tómstundanefndar var samþykkt að leggja til við bæjarstjórn að breyta reglum um hverjir séu gjaldgengir í kjöri á íþróttakonu og -karls Mosfellsbæjar og hvernig staðið verði að kjörinu.

Breytingarnar eru annarsvegar þær að nú eru einnig gjaldgengir íþróttamenn sem búa í Mosfellsbæ en stunda íþrótt sem ekki er hægt að stunda í bænum, sem sagt “Þeir sem eru gjaldgengir sem íþróttakarl og íþróttakona Mosfellsbæjar skulu koma úr röðum starfandi félaga í bænum eða er íbúi í Mosfellsbæ en stundar íþrótt sína utan Mosfellsbæjar, enda sé íþróttin ekki í boði innan bæjarins.“

Meira ...

Brennur um áramót og á þrettándanum

28.12.2012

Á Gamlársköld verður áramótabrenna  í Ullarnesbrekkum kl. 20:30Á Gamlársköld verður áramótabrenna  í Ullarnesbrekkum. Mosfellsbær og handknattleiksdeild Aftureldingar standa fyrir brennunni sem kveikt verður í kl. 20:30, flugeldasýning hefst skömmu síðar eftir að kveikt er í brennunni. Á þrettándanum, sunnudagskvöldið 6. janúar, kl.18:00 verður svo hin árlega þrettándabrenna þar sem jólin verða kvödd.

Meira ...

Kjör íþróttakonu og íþróttakarls Mosfellsbæjar 2012

27.12.2012

Kjör íþróttakonu og íþróttakarlsÚtnefning íþróttakonu og -karls Mosfellsbæjar 2012 fer fram í Íþróttamiðstöðinni að Varmá fimmtudaginn
24. janúar 2012 kl. 19:00. Þeir sem eru gjaldgengir sem íþróttakarl og íþróttakona Mosfellsbæjar skulu koma úr röðum starfandi félaga í bænum eða vera íbúi í Mosfellsbæ sem stundar íþrótt sína utan Mosfellsbæjar, enda sé íþróttin ekki í boði innan bæjarins.

Meira ...

Jólaball í Hlégarði

27.12.2012

Jólaball í Hlégarði 29.desember kl. 16-18Hið árlega jólaball Mosfellsbæjar verður haldið í Hlégarði laugardaginn 29. desember kl. 16 -18. Edda Borg og hljómsveit skemmta og jólasveinar kíkja í heimsókn ! Verð 700 kr. Lionsklúbburinn, Menningarmálanefnd Mosfellsbæjar og Hlégarður.

Meira ...

Hjólasveinar og meyjar gleðjast

21.12.2012

Nýr stígur tengir Mosfellsbæ og ReykjavíkNýr stígur tengir Mosfellsbæ og Reykjavík. Hjólasveinar og meyjar glöddust innilega í dag er nýr hjóla- og göngustígur milli Mosfellsbæjar og  Reykjavíkur var formlega tekinn í notkun af borgarstjóra, bæjarstjóra Mosfellsbæjar og vegamálastjóra. Eftir að klippt hafði verið á borða á skjólgóðum stað á stígnum stigu hjólasveinar og meyjar á reiðhjól sín og héldu með klingjandi bjölluhljóm í átt til Reykjavíkur.

Meira ...

Breytingar í bæjarstjórn á nýju ári

20.12.2012

herdisBæjarstjórn hélt sinn síðasta fund á árinu í gær miðvikudaginn 19.desember. Fundurinn var jafnframt síðasti fundur Herdísar Sigurjónsdóttur. Herdís hefur óskað eftir lausn frá störfum sínum fyrir Mosfellsbæ og mun hverfa til annarra starfa fyrir VSÓ ráðgjöf þar sem hún hefur unnið síðustu misseri. Herdís var fyrst kjörin í bæjarstjórn árið 1998 og hefur því setið í bæjarstjórn í rúm 14 ár. Hún hefur setið í mörgum nefndum, stjórnum og ráðum fyrir Mosfellsbæ á þessum tíma. Starfsfólk Mosfellsbæjar þakkar Herdísi fyrir samstarfið og óskar henni velfarnaðar á nýjum vettvangi. Um áramót mun Kolbrún G. Þorsteinsdóttir taka sæti Herdísar í bæjarstjórn .

Meira ...

Opnunartími bæjarskrifstofu Mosfellsbæjar yfir hátíðarnar

18.12.2012

Opnun skrifstofu Mosfellsbæjar yfir hátíðar

Opnunartími bæjarskrifstofu Mosfellsbæjar yfir hátíðarnar
verður sem hér segir: 28. des  - Opið 08:00-16:00            
31. des og 01. jan  - Lokað

02. jan   - Opið 10:00-16:00

Í neyðartilvikum er símavakt  í Áhaldahúsi Mosfellsbæjar allan sólarhringinn.

Neyðarnúmer er 566 8450. Þar er tekið á móti tilkynningum um bilanir í vatns- og hitalögnum auk annarra neyðartilvika.

Meira ...

Jólatónleikar í Lágafellskirkju mánudaginn 17. desember.

15.12.2012

C sveit Skólahljómsveitar MosfellsbæjarC sveit Skólahljómsveitar Mosfellsbæjar verða með jólatónleikar í Lágafellskirkju í Mosfellsbæ mánudagskvöldið 17. desember og hefjast tónleikarnir kl. 20.00 - 21.30. Leikin verða jólalög frá ýmsum löndum eins og Íslandi, Danmörku, Frakklandi, Englandi, Bandaríkjunum, Írlandi, Spáni, Þýskalandi og Austurríki.   Einnig mun hljómsveitin leik syrpur af þekktum jólalögum eins og The Christmas Festival og Sleðaferðina eftir Leroy Anderson.

Meira ...

Guðrún Ólafsdóttir komin í úrslit í Jólalagakeppni Rásar 2

13.12.2012

White SignalGuðrún Ólafsdóttir 15 ára nemandi við Tónlistardeild Listaskóla Mosfellsbæjar á nú lag sem komið er í úrslit í Jólalagakeppni Rásar 2.
Hún leikur lagið ásamt hljómsveitinni White Signal og Gradualekór Langholtskirkju.
Hljómsveitin White Signal hóf starfssemi sína í hornstofu  tónlistarskólans sumarið 2011 og muna margir bæjarbúar eftir þessari hljómsveit sem æfði allan daginn þetta sumar.

Meira ...

Hjólasveinar og meyjar gleðjast

13.12.2012

hjólasveinnNýr hjóla- og göngustígur milli Mosfellsbæjar og Reykjavíkur verður opnaður formlega föstudaginn 14.12. klukkan 12:14 við Skógræktina í Hamrahlíð. Borgarstjóri, bæjarstjóri Mosfellsbæjar og vegamálastjóri taka á móti hópi hjólreiðarmanna bjóða upp á heitt kakó og klippa á borða. Stígurinn er mikil samgöngubót fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur og mun án efa styðja við heilsueflandi samfélag í Mosfellsbæ.

Meira ...

Síða 1 af 25