Fréttir eftir árum

Bæjarskrifstofa Mosfellsbæjar tekur þátt í Góðverkadögum 2012

21.02.2012

Góðverk dagsins_mini_hvíttBæjarskrifstofa Mosfellsbæjar tekur þátt í Góðverkadögum sem verða haldnir um land allt dagana 20. til 24. febrúar. Verkefnið byggist á gamalli hefð skáta um að láta gott af sér leiða með því að gera að minnsta kosti eitt góðverk á dag. Á Góðverkadögum eru landsmenn allir hvattir til athafna og umhugsunar um að láta gott af sér leiða, sýna náungakærleik, vináttu, hjálpa öðrum og gera góðverk.

Meira ...

Opnun seinni hluta sýningar HUXI! í Listasal Mosfellsbæjar

17.02.2012

HUXI!

Föstudaginn 17.febrúar kl.16-18, verður opnaður síðari hluti sýningarinnar HUXI!.Nemendur úr 10. bekk Lágafells- og Varmárskóla hafa sett upp verk sem þeir hafa unnið undir áhrifum frá verkum Hugleiks og Arnars á sýningunni. Hvetjum alla að kíkja inn og sjá upprennandi listamenn sýna verk sín. Allir velkomnir og aðgangur ókeypis.

Meira ...

Nemendur úr 9. og 10. bekk í Varmárskóla heimsóttu Riga í Lettlandi

17.02.2012

Heimsókn Riga í LettlandiVikuna 11. – 16. febrúar voru 15 nemendur og þrír kennarar úr Varmárskóla,  í  Riga í Lettlandi að taka þátt í Nordplus junior verkefni.  Nemendurnir heimsóttu  jafnaldra sína í  Rīgas Zolitūdes Ģimnazija skólanum.

Meira ...

Opin vika í Listaskólanum

15.02.2012

dagur tónlistarskólannaVikuna 13. - 17. febrúar er opin vika í Listaskólanum. Þá halda nemendur í mið- og framhaldsnámi tónleika og flytja fjölbreytta dagskrá í öllum grunnskólum bæjarins og auk þess eina tónleika í Bókasafni Mosfellsbæjar.

Meira ...

Bæjarskrifstofa Mosfellsbæjar lokuð 8-12

13.02.2012

moslitVegna starfsmannafundar verður Bæjarskrifstofa Mosfellsbæjar lokuð til kl. 12  á morgun, þriðjudaginn 14. febrúar

Meira ...

Íslandsmet ef veður leyfir

10.02.2012

ImageHandlerKærleiksvikan hefst í dag en hátíðin fer fram í Mosfellsbæ vikuna 12.-19. febrúar. Hátíðin hefst meðal annars á  þegar skýjaluktum verður sleppt á Miðbæjartorginu kl. 18. Stefnt er að því að um 150 skýjaluktir stígi til himins ef veður leyfir og eru Mosfellingar hvattir til að taka þátt í gjörningnum. 

Meira ...

Kærleiksvikan framundan 12.-19. febrúar

08.02.2012

Kærleiksvika 2012Kærleiksvika verður nú haldin í þriðja sinn 12.-19. febrúar en eins og áður verður kærleikurinn ofar öllu hér í Mosfellsbæ. Markmið vikunnar er að hver einasti bæjarbúi finni fyrir kærleik í sinn garð og gefi af sér kærleik.  Þetta gæti falist í hrósi, faðmi, brosi, fallegum skilaboðum eða einhverju öðru uppbyggilegu og skemmtilegu. Skipulögð hefur verið fjölbreytt dagskrá fyrir alla fjölskylduna alla vikuna.

Meira ...

Til hamingju

08.02.2012

EEurovisionstjörnunni okkar fagnað daginn eftir glæislegan sigur í Söngvakeppni Sjónvarpsins. Greta Salóme, Vigdís frá kærleiksnefndinni og Haraldur bæjarstjóri.Það er óhætt að óska Mosfellingnum, Grétu Salóme Stefánsdóttur, innilega til hamingju því svo sannarlega kom hún, sá og sigraði í úrslitakeppni Söngvakeppni sjónvarpsins 2012 sem fram fór í Hörpu sl. laugardagskvöld.

Meira ...

Dagur leikskólans er í dag

06.02.2012

dagur leikskolansDagur leikskólans er í dag, 6. febrúar. Dagur leikskólans er samstarfsverkefni Félags leikskólakennara, Félags stjórnenda leikskóla, Mennta- og menningarmálaráðuneytis, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Heimilis og skóla. Tilgangurinn er að auka jákvæða umræðu

Meira ...

Lokað verður vegna vegaframkvæmda í Mosfellsbæ

01.02.2012

Göngubrú_afstaða_minni

Unnið er við að fjarlægja undirslátt undan brúargólfi göngubrúar yfir Vesturlandsveg við Krikahverfi í Mosfellsbæ í dag og á morgun. Vegna þessa þarf að loka tímabundið fyrir umferð eftir Vesturlandsvegi undir brúna.
Meira ...

Síða 22 af 25