Fréttir eftir árum

Gaman Saman á aðventunni.

04.12.2012

SAMAN í desemberAðventan er tími til að njóta samveru. 
Saman hópurinn hefur gert dagatal með einföldum hugmyndum að samveru. 

Meira ...

Málþing í Hlégarði um málefni eldra fólks

03.12.2012

Málþing í Hlégarði um málefni eldra fólksFimmtudaginn 6.desember fer fram málþing í Hlégarði um tækifæri og framtíð eldra fólks á Íslandi undir yfirskriftinni „Í kör? – Nei takk!“  Málþingið er haldið af Samtökum félagsmálastjóra á Íslandi og fundarstjóri er Unnur V. Ingólfsdóttir félagsmálastjóri Mosfellsbæjar. Guðbjartur Hannesson Velferðarráðherra ávarpar fundinn en dagskráin er fjölbreytt og áhugaverð.

Meira ...

Íslandsmet í sundi

03.12.2012

KARENKaren Axelsdóttir setti íslandsmet í flokki S2 á Íslandsmóti ÍF í Ásvallalaug, laugardaginn 24. nóvember sl. Nýtt met  hennar var 01:55,94 en fyrra met hennar var 2:00,08 en það var sett í mars á sl. ári.  Þetta er frábær árangur hjá þessari 20 ára gömlu sundkonu úr Íþróttafélaginu  Ösp og sýnir vel hvað hún tekur stórstígum framförum. 
Karen, sem er Mosfellingur, æfir bæði í Lágafellslaug og í Laugardalslauginni.

 

Meira ...

Bjarki, María og Valgarð í Útsvarinu

29.11.2012

Bjarki, María og Valgarð í Útsvarinu á föstudaginn

Mosfellsbær fór með sigur af hólmi gegn Borgarbyggð í Útsvarinu þann 26.október sl. í stórskemmtilegum þætti. Liðið kemst því áfram í aðra umferð ásamt fimmtán öðrum. Föstudagskvöldið 30.nóvember keppir Mosfellsbær gegn Reykjanesbæ. Mosfellingar fjölmenntu í sjónvarpssal síðast og er von okkar að svo verði aftur

Meira ...

JÓLALJÓSIN TENDRUÐ

29.11.2012

Jólaljósin tendruðKveikt verður á jólatré Mosfellsbæjar fyrsta laugardag í aðventu,  þann 1. desember 2012 kl. 16:00 á Miðbæjartorginu. Skólahljómsveit Mosfellsbæjar spilar, Leikskólabörn aðstoða bæjarstjóra við að kveikja á jólatrénu og Barnakór Varmárskóla syngur. Gera má ráð fyrir að einhverjir jólasveinanna muni kíkja á okkur ofan úr Esjunni  þennan dag til dansa í kringum tréð með börnunum. 

Meira ...

Mosfellsbær lækkar lóðaverð og býður fjármögnun

28.11.2012

Mosfellsbær lækkar lóðaverð og býður fjármögnunÁ blaðamannafundi í dag, fimmtudaginn 28.nóvember, kynnti Haraldur Sverrisson bæjarstjóri átak í sölu atvinnulóða í Mosfellsbæ. Á fundinum kynnti Teitur Gústafsson innkaupastjóri hjá Ístak einnig lóðir á Tungumelum sem Ístak hefur til sölu. Við þetta tilefni lýsti Teitur yfir ánægju starfsfólks Ístaks er með veru sína hérna í bænum en eins og flestum er kunnugt þá flutti Ístak höfuðstöðvar sínar í Mosfellsbæ fyrr á árinu.

Meira ...

Menningarstefna fullmótuð

28.11.2012

moslitMenningarmálanefnd hefur unnið að menningarstefnu Mosfellsbæjar allt frá árinu 2006 með hléum, en eftir mótun stefnu Mosfellsbæjar hófst stefnumótun málaflokka í samræmi við hana. Menningarmálanefnd lauk gerð stefnunnar með því að halda opinn fund um lokadrög hennar núna haustið 2012.  Að teknu tilliti til athugasemda íbúa lagði nefndin til við bæjarstjórn að samþykkja fyrirliggjandi stefnu.

Meira ...

Opið hús hjá Skólaskrifstofu Mosfellsbæjar

26.11.2012

Opið hús hjá Skólaskrifstofu Mosfellsbæjar 28.11Miðvikudaginn 28. nóvember kl. 20.00 verður Opið hús hjá Skólaskrifstofu Mosfellsbæjar. Í nýjum aðalnámskrám leik- og grunnskóla er horft til 6 lykilþátta sem eru læsi, sjálfbærni, heilbrigði og velferð, lýðræði og mannréttindi, jafnrétti og sköpun. Að þessu sinni höfum við fengið Margréti Maríu Sigurðardóttur umboðsmann barna til að fjalla um einn þessara þátta, lýðræði og mannréttindi.

Meira ...

Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar fyrir árin 2013-2016 samþykkt

22.11.2012

Merki MosfellsbæjarFjárhagsáætlun Mosfellsbæjar fyrir árið 2013 var lögð fram til seinni umræðu og samþykkt í bæjarstjórn í gær 21.nóvember. Gert er ráð fyrir jákvæðri rekstrarniðurstöðu samstæðunnar sem nemur rúmlega 33 mkr. Megináherslur í fjárhagsáætlun 2013 eru hér eftir sem hingað til að standa vörð um þá grunn- og velferðarþjónustu sem veitt er af stofnunum bæjarins. Í fjárhagsáætluninni fyrir árið 2013 er verið að leggja meiri fjármuni í þjónustuna en nemur verðlagshækkunum sem vonandi verður til þess að bæta þjónustu við íbúa enn frekar.

Meira ...

Inngangur að aðventunni með Bæjarlistamanni Mosfellsbæjar

22.11.2012

Inngangur að aðventu með Páli HelgasyniEins og flestir vita var Páll Helgason sæmdur viðurkenningunni Bæjarlistamaður Mosfellsbæjar árið 2012 við glæsilega athöfn í ágúst sl. Páll hefur víða stigið niður fæti í kórastarfi í og í kringum Mosfellsbæ. Í Hlégarði miðvikudaginn 28.nóvember kl.20.00 munu Landsvirkjunarkórinn og Karlakór Kjalnesinga, kórar sem Páll stofnaði, koma fram og syngja fjölbreytta dagskrá sem inniheldur m.a. jólalög og lög útsett af Páli sjálfum.

Meira ...

Síða 3 af 25