Fréttir eftir árum

FORVARNARDAGUR í FMOS

30.10.2012

Taktu þáttForvarnardagur 2012 verður haldinn miðvikudaginn 31. október næstkomandi. Dagurinn er helgaður nokkrum heillaráðum sem geta forðað börnum og unglingum frá fíkniefnum, ráðum sem eiga erindi við allar fjölskyldur í landinu. Í tilefni dagsins verður nemendum FMOS boðið upp á vinnustofur í stað hefðbundinnar kennslu. Þar er einnig hægt að taka þátt í netratleik þar sem í vinning er Ipad.

Meira ...

Vitund um læsi í víðum skilningi - Opið hús hjá SKÓLASKRIFSTOFU

30.10.2012

Vitund í læsiMiðvikudaginn 31. október klukkan 20 verður fyrsta opna hús vetrarins hjá Skólaskrifstofu Mosfellsbæjar. Í nýjum aðalnámskrám leik- og grunnskóla er horft til 6 lykilþátta og er einn af þeim læsi. Við höfum fengið til liðs við okkur Stefán Jökulsson lektor á Menntavísindasviði Háskóla Íslands til að fjalla um þetta efni og það hvernig það snýr að foreldrum.

Meira ...

Vel heppnað Menningarhaust

30.10.2012

Kristín Valdimarsdóttir Haust við VarmáSíðastliðinn fimmtudag héldu Kristjana Stefánsdóttir og Svavar Knútur tónleika á Bókasafni Mosfellsbæjar. Tónleikarnir voru liður í haustdagskránni “Menningarhaust” sem er í boði Mosfellsbæjar í tilefni af 25 ára afmæli bæjarins. Gríðalega góð mæting var á tónleikana en vel yfir 100 gestir mættu til að hlýða á stórskemmtilega dagskrá dúettsins.

Meira ...

Opinn fundur ÞRÓUNAR- OG FERÐAMÁLANEFNDAR

29.10.2012

afmælislogoBoðað var til opins fundar 29. október, haldinn í Helgafelli, 2. hæð í Kjarna, kl. 17:15. Þróunar- og ferðamálanefnd fer með nýsköpun, þróunar- og ferðamál fyrir hönd Mosfellsbæjar. Þróunarmál eru samheiti yfir nýsköpunarverkefni ýmiss konar, frumkvöðla- og sprotaverkefni, leitun nýrra viðfangsefna fyrir eða í Mosfellsbæ

Meira ...

Opinn fundur fræðslunefndar 30. október

29.10.2012

Logo MosfellsbæjarOpinn nefnarfundur FRÆÐSLUNEFNDAR verður haldinn 30. október nk. Fundurinn verður haldinn í Helgafelli, 2 hæð í Kjarna, kl. 17:15. Fræðslunefnd fer með fræðslumál eftir því sem nánar er kveðið á um í samþykkt bæjarstjórnar um nefndina. Nefndin fer með verkefni skólanefndar samkvæmt lögum um grunnskóla og verkefni leikskólanefndar samkvæmt lögum um leikskóla og hefur umsjón með dagvistunarúrræðum fyrir börn í Mosfellsbæ.

Meira ...

Opin hús fyrir foreldra í Mosfellsbæ

29.10.2012

afmælislogoLíkt og undanfarin  9 ár verður Skólaskrifstofa Mosfellsbæjar með opin hús í vetur fyrir alla þá er koma að uppeldi barna.  Hvert kvöld hefst á stuttri fræðslu um efni kvöldsins og lýkur á spurningum og samræðum að því loknu.  Opnu húsin eru haldin í Listasal Mosfellsbæjar í Kjarna, síðasta miðvikudagskvöld í mánuði  kl. 20:00-21:00 nema annað sé auglýst sérstaklega. Gefnar hafa verið út nýjar aðalnámskrár leik- og grunnskóla og er í þeim gengið út frá 6 lykilþáttum:

Meira ...

Tónleikar í tilefni 25 ára afmæli Mosfellsbæjar

27.10.2012

Skólahljómsveit Mosfellsbæjar

Skólahljómsveit Mosfellsbæjar og Karlakórinn Stefnir  bjóða til sameiginlegra tónleika sunnudaginn 4.nóvember kl. 17:00 í Íþróttahúsinu að Varmá í tilefni 25 ára afmæli Mosfellsbæjar

Meira ...

Mosfellsbær keppir í Útsvari

26.10.2012

lið 2012 004Þá mæta Bjarki, María og Valgarð kvennaliðinu úr Borgarbyggð. Mosfellingar eru  velkomnir í sjónvarpssal til að hvetja sitt fólk föstudaginn 26.10. Mæting er rétt fyrir klukkan 20.00 til að hægt sé að koma öllum inn í sjónvarpssal fyrir útsendingu klukkan 20.10. Áfram Mosó!

Meira ...

Opinn nefndarfundur hjá Íþrótta- og Tómstundanefnd

24.10.2012

Kjarni_2010 087Opinn nefndarfundur ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDANEFNDAR verður haldinn fimmtudaginn 25. október. Fundurinn verður haldinn í Íþróttamiðstöðinni að Varmá kl. 17:00. Nefndin fer með íþrótta- og tómstundamál eftir því sem nánar er kveðið á um í samþykkt bæjarstjórnar um nefndina. Nefndin fer með málefni íþrótta- og félagsmiðstöðvar.

Meira ...

Menningarhaust - Rökkurró í vetrarbyrjun, menningarvaka í Mosfellsbæ- Tónleikar

22.10.2012

menningarindridi

Í tilefni 25 ára afmælisársins verður boðið upp á notalega hausttónleika 'Rökkurró í vetrarbyrjun' í Listasal Bókasafns Mosfellsbæjar fimmtudagskvöldið 25. október. Það verða þau Svavar Knútur og Kristjana Stefánsdóttir sem verða með tónleika þetta kvöld. Kertaljós, kaffi og kökur og notalegir tónar.

 

Meira ...

Síða 5 af 25