Fréttir eftir árum

EVRÓPSK SAMGÖNGUVIKA Í MOSFELLSBÆ 16.-22. SEPTEMBER

16.09.2012

Samgönguvika 2012Dagana 16. – 22. september mun Mosfellsbær taka þátt í Evrópsku Samgönguvikunni, European Mobility Week, en yfirskriftin í ár er „á réttri leið“.  Tilgangur samgönguvikunnar er að vekja athygli á vistvænum samgöngum og hvetja almenning til að nýta sér almenningssamgöngur,  hjólreiðar og aðra vistvæna fararkosti.

Meira ...

Hjólaævintýri fjölskyldunnar á Degi íslenskrar náttúru

14.09.2012

HjólaævintýriSunnudaginn 16. september n.k. verður fyrsti viðburður samgönguvikunnar í Mosfellsbæ, sem er hjólaævintýri fjölskyldunnar á Degi íslenskrar náttúru. Hjólalestir munu hjóla úr úthverfum höfuðborgarsvæðisins í Árbæjarsafn með viðkomu á völdum stöðum þar sem viðburðir tengdir Degi íslenskrar náttúru fara fram. Fulltrúar hjólreiðafélaganna munu leiða hjólalestirnar..

Meira ...

Bókasafn Mosfellsbæjar lokað 10.september

07.09.2012

Bókasafn MosfellsbæjarÍbúar Mosfellsbæjar athugið
Bókasafn Mosfellsbæjar verður lokað mánudaginn 10.september. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.

Meira ...

Óskað eftir tilnefningu um jafnréttisviðurkenning Mosfellsbæjar 2012

03.09.2012

Jafnrétti (2)Jafnréttisdagur Mosfellsbæjar er haldinn í tengslum við 18. september ár hvert.  Fjölskyldunefnd veitir viðurkenningu þeim einstaklingi, stofnun, fyrirtæki eða félagasamtökum sem hafa lagt sig fram við að framfylgja jafnréttislögum og Evrópusáttmálanum um jafna stöðu kvenna og karla. Fjölskyldunefnd vonast eftir tilnefningum og minnir á nauðsyn þess að vekja athygli á verkum eða aðgerðum í þágu jafnréttis

Meira ...

Könnun vegna Bæjarhátíðar

03.09.2012

KOSNINGSíðustu vikuna í ágúst héldum við bæjarhátíðina okkar með miklum glæsibrag eins og margir muna. En lengi má gott bæta og af því tilefni setjum við upp könnunarhnapp hér til hægri og langar okkur til að hvetja bæjarbúa til að taka þátt og leggja sitt af mörkum að gera hátíðina enn betri.

Meira ...

Nýtt frístundaávísanatímabil

30.08.2012

Nýtt frístundaávísanatímabil hefst 1.september. Þar sem 1.sept lendir á laugardegi   ...meira

Meira ...

Páll Helgason valinn bæjarlistamaður Mosfellsbæjar 2012

30.08.2012

Páll HelgasonMenningarmálanefnd Mosfellsbæjar útnefnir ár hvert bæjarlistamann Mosfellsbæjar. Páll Helgason tónlistarmaður hefur verið valinn bæjarlistamaður Mosfellsbæjar 2012. Páll hefur átt langan, fjölbreyttan og farsælan feril í tónlist. Páll var sæmdur viðurkenningunni á bæjarhátíðinni "Í túninu heima".

Meira ...

Umhverfisviðurkenningar Mosfellsbæjar 2012

29.08.2012

Umhverfisvidurkenningar_Mos_2012_afhending_vinningshafarUmhverfisviðurkenningar Mosfellsbæjar fyrir árið 2012 voru afhendar við hátíðlega athöfn á bæjarhátíð Mosfellsbæjar „Í túninu heima“ nú um helgina. Eigendur tveggja húsalóða hlutu umhverfisviðurkenningu fyrir sérlega fallega garða og auk þess fékk Reykjalundur viðurkenningu fyrir sérlega fallegt umhverfi

Meira ...

Í túninu heima 2012

27.08.2012

Bláa hverfiðEnn og aftur höfum við haldið bæjarhátíðina okkar með miklum glæsibrag. Veðrið setti svip sinn á föstudagskvöld en veðurguðirnir bættu okkur það svo sannarlega upp á laugardagskvöld og úr varð metaðsókn á hápunkt hátíðarinnar,stórtónleika á Miðbæjartorgi, þar sem allt fór með eindæmum vel fram.

Meira ...

Hátíðin er að hefjast

24.08.2012

í túninu heima Stærsti viðburðurinn á  bæjarhátíðinni er án efa þegar íbúar bæjarins taka höndum saman og skreyta hús sín og götur. Skreytingarnar hafa aukist ár frá ári og er mikill metnaður í öllum hverfum. Á 25 ára afmælisári bæjarins verður engin undantekning þar á eins og meðfylgjandi myndir sýna. Ljóst er að keppnin verður hörð í ár. Óskað eftir sjálfboðaliðum í dómnefnd

Meira ...

Síða 8 af 25