Fréttir eftir árum

Kiwanisklúbburinn Mosfell styrkir Reykjadal

16.12.2013Kiwanisklúbburinn Mosfell styrkir Reykjadal
Nú á aðventunni selja félagar í Kiwanisklúbbnum Mosfelli sælgæti hér í Mosfellsbæ til styrktar sumarstarfs Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra í Reykjadal. Eins og undanfarin ár nýtur klúbburinn aðstoðar Skólahljómsveitar Mosfellsbæjar við söluna sem fær í staðinn hlutdeild af sölunni sem styrk frá klúbbnum .
Meira ...

Nemendur kenna eldri borgurum á tölvur

16.12.2013Nemendur kenna eldri borgurum á tölvur
Oft er rætt um að brúa þurfi bilið á milli kynslóða samtímans. Í því sambandi hefur Varmárskóli nú boðið upp á nýjan valáfanga fyrir eldri nemendur skólans, sem felst í því að þeir kenna eldri borgurum á tölvur. Fjölmargt verður tekið fyrir, s.s. kennsla á fésbókina, ritvinnsla, netnotkun, vinnsla á myndum o.fl. Um er að ræða samstarf milli eldri borgara og Varmárskóla og er kennslan eldri borgurum að kostnaðarlausu.
Meira ...

Verðkönnun á fimleikabúnaði

13.12.2013Verðkönnun á fimleikabúnaði
Mosfellsbær óskar eftir upplýsingum um verð og gæði fimleikabúnaðar fyrir gryfjur í nýjum íþróttasal við íþróttamiðstöðina að Varmá í Mosfellsbæ. Um er að ræða allan búnað í gryfjurnar, svo sem trampólín, svamp, lyftibúnað og fleira samkvæmt lýsingu í gögnum um verðkönnunina.
Meira ...

Leikskólinn Hulduberg í Mosfellsbæ auglýsir lausar stöður

13.12.2013Leikskólinn Hulduberg í Mosfellsbæ auglýsir lausar stöður
Auglýst eru laus eftrfarandi störf: leikskólakennara í deildastjórn og matráð í eldhúsi.Hulduberg er sex deilda leikskóli. Þar eru um 140 börn á aldrinum 2-5 ára og er aldursblöndun á öllum deildum. Áherslur í starfi leikskólans er umhverfismennt og að njóta og nýta náttúruleg gæði.
Meira ...

Nemendur í Mosfellsbæ bæta sig samkvæmt niðurstöðu PISA-könnunar

11.12.2013Nemendur í Mosfellsbæ bæta sig samkvæmt niðurstöðu PISA-könnunar
Þegar rýnt er í niðurstöður Pisa könnunar sem rædd hefur verið mikið síðustu daga kemur í ljós að árangur nemenda í Mosfellsbæ batnar frá síðustu mælingu. Samkvæmt niðurstöðunum hefur gengi Mosfellsbæjar verið jafnt og þétt upp á við frá árinu 2006. Nemendur í Mosfellsbæ standa framar í læsi og stærðfræðilæsi en að meðaltali í bæjum og borgum á Norðurlöndum
Meira ...

Ásgarður tilnefnt til Hvatningarverðlauna ÖBÍ

11.12.2013Ásgarður tilnefnt til Hvatningarverðlauna ÖBÍ
Handverkstæðið Ásgarður var tilnefnt til Hvatningarverðlauna ÖBÍ 2013 í flokki fyrirtækja/stofnana og á myndinni má sjá starfsmenn Ásgarðs ásamt verðlaunahöfum. Verðlaunin fengu: Margrét M. Norðdahl í flokki einstaklinga fyrir að tengja saman listsköpun
Meira ...

Aðventutónleikar Diddúar og drengjanna í Mosfellskirkju

09.12.2013Aðventutónleikar Diddúar og drengjanna í Mosfellskirkju
þriðjudaginn 17. desember kl. 20:00. Sigrún Hjálmtýsdóttir ásamt blásarasextett, í daglegu tali Diddú og drengirnir, halda sína árlegu aðventutónleika í Mosfellskirkju þriðjudaginn 17. desember kl. 20:00. Efnisskráin er með hefðbundnum hætti, klassískir tónar og jólalög.
Meira ...

Jólatónleikar Listaskóla Mosfellsbæjar

09.12.2013Jólatónleikar Listaskóla Mosfellsbæjar
Mikið er um að vera í tónleikahaldi hjá Listaskóla Mosfellsbæjar í desember. Það er jólatónlistin sem er rauði þráðurinn á þessum tónleikum. Allir eru hjartanlega velkomnir og aðgangur ókeypis.
Meira ...

Jólatónleikar Skólakórs Varmárskóla.

09.12.2013Jólatónleikar Skólakórs Varmárskóla.
Skólakór Varmárskóla verður með jólatónleika í sal Varmárskóla fimmtudaginn 12. desember klukkan 18.00. Börn og unglingar á aldrinum 8 – 16 ára flytja fjölbreytt úrval jólalaga. Hátíðleg stund á aðventunni.
Meira ...

Útboð - Stofnstígur meðfram Vesturlandsvegi

07.12.2013Útboð - Stofnstígur meðfram Vesturlandsvegi
Litliskógur – Brúarland. Mosfellsbær óskar eftir tilboðum í gerð stofnstígs meðfram Vesturlandsvegi, Litli skógur – Brúarland. Um er að ræða stígagerð ( 2.0 km ). Jarðvinna, malbikun, hellulögn og steyptar stéttar.Útboðsgögn á geisladiski verða afhent í afgreiðslu Mosfellsbæjar Þverholti 2, 2. hæð frá og með þriðjudeginum 10. desember n.k.
Meira ...

Síða 2 af 33